Ábyrgar fjárfestingar

Undanfarin ár hefur verið vaxandi vitundarvakning fyrir ábyrgð okkar á umhverfið í kringum okkur og ekki síður fyrirtækja. Starfsemi fyrirtækja er margvísleg og misjöfn áhrif sem hún hefur á umhverfið í kring og haghafa (stakeholders).

Mörg fyrirtæki eru mjög meðvituð um þeirra ábyrgð og hafa skoðað sinn rekstur út frá sjálfbærni, þar með talið losun gróðurhúsaloftegunda, áhrif á lífríki og mannverur. Dæmin sýna að slík afstaða hefur oftar en ekki gefið viðkomandi fyrirtækjum samkeppnisforskot.

Margir af stofnaðilum IcelandSIF hafa um árabil gefið út skýrslur og fróðleik um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Þetta efni má nálgast á vefsvæðum fyrirtækjanna en nokkur dæmi má finna hér.