Græn skuldabréf: Áhrif og afleiðingar

23/11/2020

Nýverið kom út grein eftir Caroline Flammer um Græn skuldabréf: Áhrif og afleiðingar. Caroline Flammer er hluti af Social Impact Program við Boston University Questrom School of Business og gegnir þar stöðu Associate Professor, Strategy and Innovation.

Í rannsóknum sínum leggur Caroline áherslu á stefnumótun sem tengist stjórnskipulagi, áhrifafjárfestingum, félagslegum áhrifum fyrirtækja, hlýnun jarðar og nýsköpun. Hún hefur skoðað sérstaklega við hvaða aðstæður fyrirtæki geta aukið samkeppnishæfni og langtímahagnað ásamt því að hafa jákvæð samfélagsleg og umhverfisleg áhrif.

Meðfylgjandi grein birtist undir National Bureau Economic Research (NBER) working series.

Greinin fjallar um græn skuldabréf, nokkuð nýlegt fjárfestingatæki innan ábyrgra fjárfestinga. Í upphafi er markaðnum með græn skuldabréf lýst og hvað hefur einkennt þá miklu aukningu sem hefur orðið í útgáfu slíkra skuldabréfa á liðnum árum.

Því næst eru skoðuð gögn um græn skuldabréf sem eru útgefin af skráðum félögum, félögin eru skoðuð með tilliti til fjáhagslegra viðmiða og umhverfisþátta í tengslum við útgáfurnar. Samanburður á hefðbundnum útgáfum og grænum útgáfum leiðir í ljós að meðal útgáfur grænna bréfa hafa að jafnaði tilhneigingu til að vera stærri, með lengri líftíma sem bendir til að græn skuldabréf séu til að fjámagna stór langtíma verkefni á sviði umhverfis og orkumála. Einnig kemur fram að ávöxtunarkrafa grænna útgáfa er almennt aðeins lægri en hefðbundinna útgáfa þó munurinn sé ekki mikill. Auk þess virðast útgefendur sem ráðast í grænar útgáfur vera með hærra lánshæfismat og um 30% voru með einkunnina AAA. Helstu niðurstöður eru því að hlutabréfamarkaðurinn tekur útgáfum á jákvæðan hátt. Að auki er sýnt fram á jákvæð umhverfisáhrif og hvernig útgáfan bætir umhverfisspor fyrirtækja. Þessar niðurstöður eru afgerandi fyrir félög sem eru með grænar útgáfur vottaðar af óháðum þriðja aðila, sem gefur í skyn að vottun sé mikilvæg við stjórnsýslu á grænum markaði. Að lokum er farið yfir áhrif á stjórnskipun.

Green Bonds_Effectiveness and implications for public Policy_Caroline Flammer.pdf