Morgunfundur IcelandSIF um PRI skýrslugjöf 2021

3/03/2021

IcelandSIF stóð fyrir morgunfundi um PRI skýrslugjöf 2021 þriðjudaginn 2. mars. Kristbjörg M. Kristjánsdóttir opnaði fundinn fyrir hönd IcelandSIF og kynnti Yuliu Sofronova sem er Co-Head of Nordic, CEE & CIS, Signatory Relations hjá Principles for Responsible Investment (PRI).

Yulia fór yfir breytingar á umgjörð fyrir skýrslugerð samtakanna og hvaða þýðingu það hefur fyrir aðildarfélaga að PRI í tengslum við skýrsluskil fyrir árið 2021. Erindið var mjög greinagott þar sem Yulia fór yfir helstu breytingar á skýrslusniði og yfirlit yfir einstaka þætti. Að auki fór hún yfir uppfærða aðferðafræði við mat einstakra þátta og að lokum var farið yfir praktísk atriði varðandi það hvernig á að tengjast og nota nýja skýrslugerðargrunnin. Við þökkum Yuliu Sofronoya fyrir mjög gagnlega yfirferð og meðfylgjandi eru glærur erindisins.

The 2021 PRI Reporting Cycle: Overview and Key Changes