Vel sóttur fundur um peningaþætti

27/01/2020

Þröstur Olaf opnaði ráðstefnuna með þeim orðum að jákvætt væri að fá sýn erlendis frá hvað peningaþvætti og aðra spillingu í viðskiptum varðar í ljósi mikillar umræðu síðasta haust í kjölfar þess að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og stórt íslenskt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi væri sakað um mútur og peningaþvætti. Íslensk stjórnvöld væru þó að bregðast við og vinna að úrbótum í málefnum tengdum aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á alþjóðlegum vettvangi. Önnur stjórnvöld væru jafnframt að bregðast við svipaðri stöðu, meðal annarra stjórnvöld í Panama, Bahamaeyjum, Pakistan og Sýrlandi.

Tom hóf sinn fyrirlestur á því að segja að Ísland væri ekki eitt ríkja í vandræðum með peningaþvætti eða aðrar tegundir viðskiptasiðferði og stjórnarhátta. Tom kynnti dæmisögu (e. case) sem hann hefur nýlokið við að skrifa um Danske Bank og vandræðin sem bankinn komst í vegna peningaþvættis í baltnesku löndunum. Þessa dæmisögu má finna á eftirarandi slóð: https://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=3446636. Hann rakti hvernig fjármálaeftirlit landanna svo og bankinn sjálfur hefðu ekki tekið nógu alvarlega þau rauðu ljós sem bankinn keyrði á móti áður en málið var tekið til rannsóknar af yfirvöldum. Vandinn sem Tom taldi birtast í þessari dæmisögu væri algengur þegar kæmi að þeirri hindrun sem fjármálaeftirlit og fjármálafyrirtæki standa andspænis; of lítið samstarf á öllum sviðum. Hann hafði þar fyrst og fremst í huga samstarf um öflun, miðlun og greiningu gagna. Gögn sagði hann lítið vandamál hvað viðkemur öflun þeirra. Þau væri fyrir hendi. En lítil samþætting væri um að koma gögnum til þeirra sem helst þurfa. Það þurfi fyrst og fremst að tengja gögn saman og greina þau heildstætt. Tom tók dæmi af rannsóknarlögreglu, en hann staðhæfði að í flestum ríkjum byggi hún yfir miklu magni gagna. Vandinn væri að þeim sé ekki deilt. Heldur ekki sé verið að samþætta gögn lögreglu við gögn annarra yfirvalda. Þetta væri vandinn í hnotskurn og án slíkrar samþættingar myndi aldrei takast að koma böndum yfir ólöglega starfsemi eins og peningaþvætti.

Þá var Tom tíðrætt um vöxt glæpasamtaka og hryðjuverkasamtaka. Stærsta ógnin að hans mati væri sú að þessir aðilar séu nú að sameinast. Þá fari þeir fram þar sem varnirnar eru lágar. Norðurlöndin og önnur smáríki séu í þeim flokki. Tom fullyrti að Ísland væri á radar þessara aðila. Þar sem fjármagn í varnir sé af skornum skammti, traust í samfélagi mikið og stjórnvöld hafi lítið pólitístk vogarafl alþjóðlega, þar væri auðvelt fyrir glæpa- og hryðjuverkasamtök að athafna sig.

Tom kom inn á stjórnarhætti og hlutverk stjórna fyrirtækja, banka meðal annarra. Þetta ræddi hann þegar umræðan beindist að stjórnun áhættu í fjármálafyrirtækjum. Tom kom með klassiska skilgreiningu á hlutverki stjórna; að setja sýn og stefnu, að ákveða áhættustig í fjárfestingum og rekstri, að setja gildi og hafa eftirlitshlutverk. En að stjórn geti tekið ákvarðanir í öllum flóknum málum væri útilokað. Til þess hefði stjórn of lítil tækifæri til þess að skilja reksturinn, skilja gögnin og gera það á þeim hraða sem þyrfti. Það þyrfti að færa ákvörðunartöku og ábyrgð niður fyrir stjórnarborðið. Hafði hann dæmi Danske bank í huga.

Ýmist efni sem Tom hefur unnið að má finna hér

Kynning Toms

Myndir frá fundinum:

_5400167.JPG

_5400282.JPG

_5400319.JPG