Aðalfundur IcelandSIF 2019

Stjórn IcelandSIF, kt. 461217-1330, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, boðar hér með til aðalfundar ársins 2019.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 10. apríl kl.15:00 í Smáraturni hjá Deloitte, 9.hæð.

Dagskrá aðalfundar, sbr. 5. gr. samþykkta félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
  5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  6. Kosning stjórnar.
  7. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns.
  8. Ákvörðun félagsgjalds.
  9. Tillögur að breytingum á samþykktum, ef þær liggja fyrir
  10. Önnur mál
  11. Yulia Sofronova, Head of Nordics hjá samtökunum Principles for Responsible Investment PRI gerir grein fyrir helstu áherslum samtakanna

Tillögur sem félagsmenn vilja leggja fyrir fundinn skulu sendar stjórn í síðasta lagi þremur vikum fyrir fund, þ.e. fyrir 20. mars.

Stjórnarframboð þarf að tilkynna til stjórnar eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund, þ.e. fyrir kl. 15:00 föstudaginn 5. apríl.

10apr
Tímasetning
15:00 - 16:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 07:00 7/01/2019

Skráning endar:

kl. 14:00 10/04/2019