Kynning á niðurstöðum samstarfsverkefna IcelandSIF og HÍ 7. október

Fundarstaður: Veröld, hús Vigdísar (VHV-023), Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík

Húsið opnar klukkan 8 og fundurinn hefst tímanlega klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10

-

Iceland SIF og MSc nemar í viðskiptasiðfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hafa verið í samstarfi seinustu vikur um verkefni á sviði ábyrgra fjárfestinga. Fimm verkefnahópar eru að störfum og munu þeir kynna niðustöður verkefna sinna á fræðslufundi Iceland SIF mánudaginn 7. október kl. 8.30 – 10.00, í Veröld, húsi Vigdísar (VHV-023).

-

Verkefnin eru af ólíkum toga en tvö þeirra skoða aðferðarfræði grænna skuldabréfa og hvert stefnir með þau; tvö verkefnanna taka til ófjárhagslegra upplýsinga og notkun á ESG aðferðarfræði, og það fimmta fer yfir helstu áskoranir sem fjármálastofnun ein hefur staðið frammi fyrir seinustu ár hvað svið ábyrgra fjárfestinga varðar. Verkefnin eru unnin fyrir banka, eignastýringarfyrirtæki og lífeyrissjóð.

07okt
Tímasetning
08:30 - 10:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 09:00 27/09/2019

Skráning endar:

kl. 08:00 7/10/2019