Háskólarnir og atvinnulífið: Nýjar rannsóknir um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar

IcelandSIF stendur fyrir fjarfundi í samvinnu við Háskólann á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur þann 5. desember kl. 13:00.

Íslenska háskólasamfélagið hefur á undanförnum árum gefið út ógrynni af rannsóknarefni tengdu sjálfbærni og ábyrgum fjárfestingum. Markmiðið með þessum viðburði er að draga fram í sviðsljósið nokkrar af þessum nýju og áhugaverðu rannsóknum sem kunna að vera virðisaukandi fyrir fjárfesta.

Erindi fundarins verða eftirfarandi:

Stefnutæki stjórnvalda sem stuðla að aukningu sjálfbærra fjárfestinga
(Björg Jónsdóttir, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og doktorsnemi við Háskóla Íslands)

Regluverk utan um kolefnisföngun og geymslu á Íslandi
(Bára A. Alexandersdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík)

Information Asymmetries in the Green and Sustainable Bond Market: The Role of Second-Party Opinion Providers
(Jordan Mitchell, PhD Candidate, University of Iceland – erindið fer fram á ensku)
Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

Fyrirlesarar:

Björg Jónsdóttir er aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og doktorsnemi við HÍ þar sem hún rannsakar sjálfbærar fjárfestingar og notkun UFS upplýsinga. Hún er með MS í Stjórnun og stefnumótun frá HÍ og BS frá University of Hertfordshire í Englandi. Samhliða doktorsnáminu, hefur hún verið stundakennari við HÍ, verkefnastjóri við ráðstefnu Nordic Academy of Management (NFF) og Erasmus+, alþjóðlegu samstarfsverkefni sem ber nafnið Terragov. Björg hóf starfsferil sinn hjá Heritable Bank í London og hefur gegnt stjórnendastöðum m.a. hjá Valitor, Eimskip og Coca-Cola European Partners (CCEP). Hún er starfandi varaformaður Félags Háskólakvenna.

Björg Jónsdóttir

Bára A. Alexandersdóttir, doktorsnemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og meðlimur í Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnun HR (CloCCS). Verkefni hennar snýr að rannsókn á regluverki utan um kolefnisföngun og geymslu á Íslandi. Bára leggur áherslu á greiningu á núgildandi lögum, áskorunum og tillögur að umbótum til að styðja við þessa tækni til að draga úr loftslagsbreytingum.

Bára A. Alexandersdóttir

Jordan Mitchell is currently pursuing a PhD at the University of Iceland in sustainable business models and finance. Over the course of his career, he has written more than 100 case studies across a wide range of disciplines in over 30 industries on all continents. His cases have been published at IESE, Harvard Business School, Ivey, Darden and Dalhousie and have appeared in several textbooks and been the subject of multiple articles and abstracts, including one published by the Economist Intelligence Unit. He has also taught business and case study writing seminars in Spain, Iceland, Russia and China. He has industry experience from Royal Bank of Canada, Sears Canada, Levi Strauss & Co. and a number of start-ups in energy, tech and apparel. He is a graduate of Ivey School of Business in London, Ontario, Canada where he holds an HBA and MBA.

Jordan Mitchell

05des
Tímasetning
13:00 - 14:00
Staðsetning

Fundurinn verður í streymi. Tölvupóstur með hlekk á viðburðinn verður sendur á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 09:00 19/11/2024

Skráning endar:

kl. 09:00 5/12/2024