Stjórn

Stjórn IcelandSIF 2019-2020. Egill, Davíð, Kristján Geir, Margit, Halldór, Óli Freyr og Kristín Jóna

Stjórn IcelandSIF starfsárið 2018 - 2019:

Kristín Jóna Kristjánsdóttir
Kristín Jóna Kristjánsdóttir
Stjórnarformaður

Kristín Jóna Kristjánsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfamiðlun. Kristín hóf störf hjá Skattstjóranum í Reykjavík árið 1993 eftir að hafa lokið námi og síðar Borgarendurskoðun. Á árunum 1999-2003 starfaði Kristín hjá Landsbanka Íslands við fyrirtækjaráðgjöf og sem gjaldeyrismiðlari. Hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2003 í Einkabankaþjónustu sem viðskiptastjóri en frá árinu 2009 hefur hún starfaði sem fjárfestingarstjóri fyrir fagfjárfesta og Framtíðarauð, séreignasparnað Íslandsbanka sem útvistað er til Íslandssjóða dótturfyrirtækis Íslandsbanka.

Margit Robertet
Margit Robertet
Varaformaður stjórnar

Margit er forstöðumaður framtakssjóða hjá Kviku. Hún er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Rotterdam School of Management og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Margit hefur yfir 25 ára starfsreynslu í fjármálageiranum en hún starfaði í ein 13 ár erlendis fyrst á hlutabréfamörkuðum hjá Barclays í London og síðar í fyrirtækjaráðgjöf hjá Credit Suisse í París. Árið 2005 flutti Margit heim og tók við stöðu yfirmanns lánasviðs Straums Burðaráss fjárfestingarbanka en tók síðan þátt í að stofna Auði Capital og fagfjárfestasjóðinn Auði I slf. sem hefur beitt sér fyrir ábyrgum fjárfestingum allt frá upphafi. Margit hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og situr nú m.a. í stjórn Securitas og Íslandshótela.

Davíð Rúdólfsson
Davíð Rúdólfsson
Stjórnarmeðlimur

Davíð Rúdólfsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið CFA prófi (Chartered Financial Analyst) og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum. Davíð er forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Gildi-lífeyrissjóði. Davíð hefur 16 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum en hann hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2001 og vann þar m.a. í greiningardeild og í netviðskiptum. Frá árinu 2003 til 2007 starfaði hann hjá Kaupþingi í greiningardeild bankans og fór þar m.a. fyrir greiningu hlutabréfa á innlendum markaði. Davíð starfaði hjá Gnúpi Fjárfestingafélagi í eigin viðskiptum félagsins frá árinu 2007 til 2008 þegar hann hóf störf hjá Gildi. Davíð hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og í fjárfestingarráðum og hluthafaráðum sjóða.

Kristján Geir Pétursson
Kristján Geir Pétursson
Stjórnarmeðlimur

Kristján Geir Pétursson er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Kristján starfaði lengi á fjölmiðlum, lengst af hjá Morgunblaðinu, 2001-2005. Samhliða laganámi starfaði hann hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Hann hóf störf á lífeyrissviði FME 2010, var starfsmaður nefndar sem skipuð var af ríkissáttasemjara til að skoða fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, 2010-2012. Frá 2012-2014 starfaði hann á Mörkinni lögmannsstofu en hefur frá ársbyrjun 2014 starfað sem lögfræðingur í lífeyrissjóðakerfinu, fyrst hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum, en hjá Birtu lífeyrissjóði frá stofnun hans í desember 2016, þar sem hann er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra.

Egill Tryggvason
Egill Tryggvason
Stjórnarmeðlimur

Egill Tryggvason er forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði tryggingum. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Starfaði hjá Framtaksjóði Íslands 2011-2013, Fjármálaráðuneytinu 2009-2011, Virðingu hf. 2006-2008, Burðarási hf. 1999-2006 og Búnaðarbankanum verðbréf 1998. Egill hefur setið í fjölmörgum stjórnum og endurskoðunarnefndum fyrirtækja. Ennfremur situr hann í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík

Halldór Kristinsson
Halldór Kristinsson
Stjórnarmeðlimur

Halldór er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, próf í alþjóðaviðskiptum frá North Park University í Chicago og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og farið í gegnum og hæfnismat hjá FME til þess að starfa sem framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs. Halldór er forstöðumaður hjá Landsbréfum og hefur starfað þar síðan 2017. Halldór hefur 18 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum. Hóf störf við eignastýringu Lífeyrissjóðsins Framsýn árið 2001 og Gildi lífeyrissjóð árið 2005. Starfaði sem sjóðstjóri erlendra framtakssjóða Landsvaka frá 2007-2009. Á árunum 2009-2017 var Halldór meðal annars Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, sjóðstjóri og framkvæmdastjóri lífeyrissjóða í rekstri hjá Landsbankanum, auk þessa að leiða stýringarhluta eignastýringar Landsbankans. Halldór hefur setið í stjórnum og fjárfestingaráðum ýmissa framtakssjóða.

Fyrri stjórnir IcelandSIF

Fyrsta stjórn IcelandSIF 2017-2018. (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.
Stjórn IcelandSIF 2018-2019. Davíð, Óli Freyr, Hrefna Ösp, Kristín Jóna, Kristján Geir, Egill og Jóhann