Stjórn

Fyrsta stjórn Iceland SIF (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.

Stjórn IcelandSIF starfsárið 2018 - 2019:

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir
Stjórnarformaður

Hrefna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi frá Tryggingaskólanum og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum.

Hrefna er framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og hefur verið framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum frá árinu 2010. Áður starfaði hún sem sjóðstjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki eða frá árinu 2007. Þá starfaði Hrefna sem forstöðumaður skráningarsviðs og var sérfræðingur á því sviði hjá Kauphöll Íslands frá 1998-2006. Áður gegndi hún starfi forstöðumanns einstaklingsþjónustu hjá Fjárvangi og var starfsmaður á peningamálasviði Seðlabanka Íslands.

Hrefna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.

Davíð Rúdólfsson
Davíð Rúdólfsson
Varaformaður stjórnar

Davíð Rúdólfsson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið CFA prófi (Chartered Financial Analyst) og löggildingarprófi í verðbréfaviðskiptum. Davíð er forstöðumaður eignastýringar og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Gildi-lífeyrissjóði. Davíð hefur 16 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum en hann hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2001 og vann þar m.a. í greiningardeild og í netviðskiptum. Frá árinu 2003 til 2007 starfaði hann hjá Kaupþingi í greiningardeild bankans og fór þar m.a. fyrir greiningu hlutabréfa á innlendum markaði. Davíð starfaði hjá Gnúpi Fjárfestingafélagi í eigin viðskiptum félagsins frá árinu 2007 til 2008 þegar hann hóf störf hjá Gildi. Davíð hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og í fjárfestingarráðum og hluthafaráðum sjóða.

Jóhann Guðmundsson
Jóhann Guðmundsson
Stjórnarmeðlimur

Jóhann Guðmundsson er fjármálahagfræðingur með meistaragráðu frá Copenhagen Business School, en grunnnáminu lauk hann frá viðskiptadeild Háskóla Reykjavíkur. Jóhann starfaði í hlutabréfagreiningu hjá Saxo Bank og dótturfyrirtæki bankans í Danmörku á árunum 2010-2012. Eftir að Jóhann flutti aftur til Íslands starfaði hann við markaðsviðskipti hjá H.F. Verðbréfum í tvö ár áður en hann hóf störf við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, þar sem hann starfar í dag. Jóhann hefur sinnt dæmatímakennslu við Háskólann í Reykjavík í nokkur ár og lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum.

Kristín Jóna Kristjánsdóttir
Kristín Jóna Kristjánsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Kristín Jóna Kristjánsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfamiðlun. Kristín hóf störf hjá Skattstjóranum í Reykjavík árið 1993 eftir að hafa lokið námi og síðar Borgarendurskoðun. Á árunum 1999-2003 starfaði Kristín hjá Landsbanka Íslands við fyrirtækjaráðgjöf og sem gjaldeyrismiðlari. Hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2003 í Einkabankaþjónustu sem viðskiptastjóri en frá árinu 2009 hefur hún starfaði sem fjárfestingarstjóri fyrir fagfjárfesta og Framtíðarauð, séreignasparnað Íslandsbanka sem útvistað er til Íslandssjóða dótturfyrirtækis Íslandsbanka.

Kristján Geir Pétursson
Kristján Geir Pétursson
Stjórnarmeðlimur

Kristján Geir Pétursson er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Kristján starfaði lengi á fjölmiðlum, lengst af hjá Morgunblaðinu, 2001-2005. Samhliða laganámi starfaði hann hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Hann hóf störf á lífeyrissviði FME 2010, var starfsmaður nefndar sem skipuð var af ríkissáttasemjara til að skoða fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, 2010-2012. Frá 2012-2014 starfaði hann á Mörkinni lögmannsstofu en hefur frá ársbyrjun 2014 starfað sem lögfræðingur í lífeyrissjóðakerfinu, fyrst hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum, en hjá Birtu lífeyrissjóði frá stofnun hans í desember 2016, þar sem hann er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra.

Óli Freyr Kristjánsson
Óli Freyr Kristjánsson
Stjórnarmeðlimur

Óli Freyr Kristjánsson er sérfræðingur í ábyrgum fjárfestingum í eignastýringu fagfjárfesta á eignastýringarsviði Arion banka hf. Hann er með B.Sc. í iðnaðartæknifræði og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Óli Freyr hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2011 og undanfarin tvö ár hefur hann verkefnastýrt innleiðingu á ábyrgum fjárfestingum í starfsemi bankans. Einnig hefur Óli Freyr komið að mótun og gerð stefna í ábyrgum fjárfestingum og hluthafastefnu lífeyrissjóða í rekstri Arion banka. Samhliða þeirri vinnu hefur hann setið í vinnuhóp IcelandSIF um siðferðileg viðmið í fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Árið 2017 skrifaði og ritstýrði Óli Freyr ritinu Umboðsskylda sem fjallar um umboðsskyldu og ábyrgar fjárfestingar fagfjárfesta.

Egill Tryggvason
Egill Tryggvason
Stjórnarmeðlimur

Egill Tryggvason er forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði tryggingum. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Starfaði hjá Framtaksjóði Íslands 2011-2013, Fjármálaráðuneytinu 2009-2011, Virðingu hf. 2006-2008, Burðarási hf. 1999-2006 og Búnaðarbankanum verðbréf 1998. Egill hefur setið í fjölmörgum stjórnum og endurskoðunarnefndum fyrirtækja. Ennfremur situr hann í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík