Ný stjórn IcelandSIF kjörin – myndir frá aðalfundi 2024

6/06/2024

Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fór fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Hagasmára þann 22. maí síðastliðinn.

Nýja stjórn skipa:

  • Arnar Sveinn Harðarson, lögmaður og verkefnastjóri hjá Arion banka,
  • Halla Kristjánsdóttir, sviðsstjóri eignastýringar LSR,
  • Helena Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu,
  • Kristín Halldórsdóttir, viðskiptastjóri í eignastýringu Íslandsbanka,
  • Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, viðskiptastjóri í fagfjárfestaþjónustu Landsbankans,
  • Vilhjálmur Þór Svansson, yfirlögfræðingur Creditinfo á Íslandi og
  • Þráinn Halldórsson, sérfræðingur í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Arnar Sveinn Harðarson er nýr stjórnarformaður IcelandSIF, en hann var áður ritari stjórnar. Halla Kristjánsdóttir er nýr varaformaður.

Anna Þórdís Rafnsdóttir, Arne Vagn Olsen, Eyrún A. Einarsdóttir og Reynir Smári Atlason gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og nýkjörin stjórn þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag til samtakanna síðustu ár.

Stjórn þakkar einnig Guðlaugi Þóri Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir komu á aðalfundinn og athyglisvert erindi.

Hér má finna glærur af aðalfundinum.

Að neðan má sjá myndir af fundinum.