Stefna IcelandSIF

Stjórn IcelandSIF fór í ítarlega stefnumótunarvinnu snemma árs 2022 þar sem farið var yfir starf samtakanna og í hugmyndavinnu fyrir áherslur og verkefni komandi ára.

Niðurstaðan var ný stefna IcelandSIF til næstu þriggja ára. Stefnan felur í sér þá framtíðarsýn að samtökin ætla sér að vera leiðandi afl í umræðu um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi, en tilgangur samtakanna er að efla þekkingu félagsaðila á og auka umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Gildi IcelandSIF eru samvinna, fagmennska og gæði, þegar kemur að því að framkvæma tilgang og framtíðarsýn samtakanna og komu þrjú stef út úr stefnumótunarvinnunni, sem verða áherslur samtakanna til næstu þriggja ára.

IcelandSIF leggur áherslu á að veita aðildarfélögum sínum hnitmiðaða og gagnlega fræðslu og á sama tíma að miðla efni og hvetja til umræðu og góðra samskipta. Þá leggja samtökin áherslu á að hvetja til virkrar þátttöku aðildarfélaga og auka samstarf við hagsmunaaðila um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Stefna IcelandSIF 2022-2025