Tillögur fyrir aðalfund 25. maí 2022 - dags. 11. maí 2022
Reykjavík, 27. apríl 2022
Stjórn IcelandSIF, kt. 461217-1330, Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, boðar hér með til aðalfundar félagsins fyrir árið 2021.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 25. maí og hefst kl. 16:00.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir, sbr. 5. gr. samþykkta félagsins:
Tillögur sem félagsaðilar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 9:00 miðvikudaginn 4. maí.
Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 16:00 miðvikudaginn 18. maí.
Endanleg dagskrá og fram komnar tillögur munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður boðið upp á léttar veitingar í húsakynnum Arion banka.
Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar IcelandSIF
Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Stjórnarformaður
Arion Banki
Borgartúni 19,
105 Reykjavík
kl. 09:00 29/04/2022
kl. 16:00 25/05/2022