Tilgangur IcelandSIF er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.
Árleg ráðstefna NordicSIF mun að þessu sinni fjalla um Hafið og verður ráðstefnan í Hörpu í Reykjavík þann 15. og 16. júní 2022.
Fjölbreytt dagskrá með áhugaverðum fyrirlesurum og vinnustofum verða í boði þar sem við skyggnumst inn í sjálfbærni hafsins og auðlinda þess út frá sjónarhorni fjárfesta.