IcelandSIF

Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Nánar um starfsemi samtakanna.

Fréttir

Allar fréttir

Vel sóttur fundur um græn skuldabréf Landsvirkjunar

9/10/2018
Í dag stóð IcelandSIF fyrir fræðslufundi um græn skuldabréf útgefin af Landsvirkjun. Fundurinn sem haldinn var í höfuðstöðvum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut var vel sóttur af um 50 áhugasömum fundargestum og meðlimum samtakanna IcelandSIF.

Viðburðir

Allir viðburðir
10
Jan

Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta

IcelandSIF efnir til morgunfundar um Heimsmarkmiðin með augum fjárfesta.

Dagskrá fundarins

Opnunarávarp - Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Kynning á störfum stjórnvalda – Fanney Karlsdóttir, formaður verkefnastjórnar stjórnvalda um Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin og Robeco – Laura Bosch Ferreté, sérfræðingur í virku eignarhaldi hjá Robeco

Heimsmarkmiðin og Marel – Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða stýrir fundinum.

15
Apr

Aðalfundur IcelandSIF 2019

Stjórn IcelandSIF, kt. 461217-1330, Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, boðar hér með til aðalfundar ársins 2019.

Fyrirvari er á tímasetningu fundarins sem verður staðfest þegar nær dregur fundinum.

Dagskrá aðalfundar, sbr. 5. gr. samþykkta félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
  5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  6. Kosning stjórnar.
  7. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns.
  8. Ákvörðun félagsgjalds.
  9. Tillögur að breytingum á samþykktum, ef þær liggja fyrir

Önnur mál

Endanleg dagskrá og fram komnar tillögur munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Meðlimir

Allir meðlimir
Lífeyrissjóður Verslunarmanna logo
fossar.PNG
LSR logo
Stefnir logo