Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

18/02/2020

Vakin er athygli á morgunfundi Stjórnvísi nk. fimmtudag um auknar kröfur til ábyrgra stjórnarhátta og gagnsæis.

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla, út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga.

Þessar upplýsingar veita innsýn í rekstur, eru mikilvægar til að auka gagnsæi fyrir fjármagnsveitendur og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum og innri ferlum.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Arion banka Borgartúni 19 og er öllum opinn.

Skráning fer fram á vef Stjórnvísis:
https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/auknar-krofur-til-abyrgra-stjornarhatta.