SFDR – hvernig virkar þetta allt?

IcelandSIF stendur fyrir hádegisfundi miðvikudaginn 19. apríl kl. 12 sem haldinn verður á Teams fyrir starfsmenn aðildarfélaga IcelandSIF. Til umfjöllunar eru málefni tengd fjármálaupplýsingareglugerðinni (SFDR) en gildistaka reglugerðarinnar er þann 1. júní n.k. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um klukkutíma. 

Erindi: 

Almennt um sjálfbærniáhættu og neikvæð áhrif (PAI) samkvæmt SFDR.

Vilhjálmur Þór Svansson, yfirlögfræðingur hjá Creditinfo

Frá stefnu yfir í framkvæmd – hvernig má útfæra kröfur vegna sjálfbærniáhættu og neikvæðra áhrifa (PAI)? 

Þráinn Halldórsson, gagnasérfræðingur hjá Nordea Asset Management

Katla Fund Global Equity – Reynslusaga af innleiðingu SFDR í 8. greinar sjóð.

Per M. Henje, sjóðstjóri í erlenda hlutabréfateymi Stefnis

og Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis 

Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga. 

19apr
Tímasetning
12:00 - 13:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 09:00 5/04/2023

Skráning endar:

kl. 12:00 19/04/2023