Skiptir líffræðilegur fjölbreytileiki fjármálafyrirtæki máli?

IcelandSIF stendur fyrir hádegisfundi sem haldinn verður mánudaginn 22. apríl klukkan 12:00 á Teams. Til umfjöllunar verður líffræðilegur fjölbreytileiki (e. bio diversity) út frá vísindalegu sjónarhorni og innleiðing sjónarmiða um líffræðilegan fjölbreytileika í starfsemi fjármálafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um klukkutíma.

-

Erindi fundarins verða eftirfarandi:

Katherine Richardson, prófessor í líffræðilegri haffræði (e. biological oceanography) og leiðtogi sjálfbærnivísindaseturs Kaupmannahafnarháskóla, mun fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika frá sjónarhorni vísindanna og tengslum við fjármálageirann.

Dewi Dylander, yfirmaður ESG, stefnu og alþjóðlegra mála hjá danska lífeyrissjóðnum PKA og formaður DanSIF, mun halda erindi um hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki horfir við fjármálageiranum. Meðal annars mun hún fjalla um hvernig PKA vinnur með líffræðilegan fjölbreytileika og tækifæri og áhættur tengdar TNFD.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir (Heiða), forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum, mun fjalla um það hvernig banki fer að því að greina áhrif sín á líffræðilega fjölbreytni, meðal annars út frá því að skilja áhrif bankans, mælingum og upplýsingagjöf.

Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.

-

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

-

Nánar um fyrirlesara:

Katherine Richardsson er prófessor í líffræðilegri haffræði (e. biological oceanography) og leiðtogi sjálfbærnivísindaseturs við Kaupmannahafnarháskóla. Hún var varaforseti Raunvísindadeildar Kaupmannahafnarháskóla (2007-2012) og staðgengill rektors (e. prorector) við háskólann í Árósum (2000 - 2007). Rannsóknir hennar beinast að því hvernig virkni mannsins hefur áhrif á heildarástand jarðkerfisins (Earth System Science). Þetta felur í sér mikilvægi líffræðilegra ferla í hafinu fyrir upptöku CO2 úr andrúmsloftinu og hvernig líffræði sjávar, þar með talið fjölbreytileiki, stuðlar að starfsemi sjávar í jarðkerfinu. Hún var formaður dönsku nefndarinnar um loftslagsbreytingar sem gaf út skýrslu árið 2010 og lagði fram vegvísi um hvernig Danmörk getur orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Hún er nú meðlimur í danska loftslagsráðinu og var meðlimur í 15 manna óháðs hóps vísindamanna, sem var skipaður af Ban Ki Moon til að semja skýrslu sameinuðu þjóðanna frá 2019 um sjálfbæra þróun (e. UN Global Sustainable Development Report).

Dewi Dylander er yfirmaður ESG, stefnumótunar og alþjóðamála hjá PKA, dönskum lífeyrissjóði með 64 milljarða USD í AuM. Dewi Dylander starfaði áður sem yfirlögfræðingur (e. Legal Executive Director) hjá ATP Group og er fyrrverandi aðalsamningamaður UNFCCC um loftslagsbreytingar fyrir Danmörk. Dewi Dylander starfaði sem diplómati í danska utanríkisráðuneytinu, meðal annars við danska sendiráðið í París. Hún er með mastersgráðu í lögfræði og hefur fengið þjálfun sem lögfræðingur. Dewi Dylander er einnig stjórnarformaður Dansif, vettvangs sem ekki er rekið í hagnaðarskyni fyrir fjármálastofnanir sem vinna með ábyrgar fjárfestingar, stjórnarmaður í CONCITO, sem er leiðandi loftslagshugsunarstöð í Danmörk, auk CFA Society Denmark.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir (Heiða) er forstöðumaður Sjálfbærni hjá Landsbankanum þar sem hún hefur verið starfsmaður frá því árið 2019. Árið 2012 hóf Heiða að starfa við sjálfbærni og var lengst af sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Heiða er varaformaður í stjórn Festu, félags um sjálfbærni, og sat í Loftslagsráði fyrir hönd Festu á árunum 2021-2023.

22apr
Tímasetning
12:00 - 13:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 12:00 8/04/2024

Skráning endar:

kl. 13:00 22/04/2024