Morgunfundur með Sean Kidney 21. október

Mánudaginn 21. október mun Iceland SIF standa fyrir morgunfundi með Sean Kidney, framkvæmdastjóra og stofnanda Climate Bonds Initiative. Fundurinn verður haldinn í Ásmundarsal kl. 08:30, húsið opnar kl. 08:00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

-

Kidney er einn helsti áhrifamaður heims á sviði grænna skuldabréfa og hvernig nýta má þau til að fjármagna innviðauppbyggingu, orkuframkvæmdir, fasteignaverkefni og fleira. Hann er ráðgjafi Evrópusambandsins, Indverja og Breta um græn skuldabréf og var ráðgjafi Kínverja og aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um sama efni.

-

Bakhjarlar Climate Bonds Initiative eru ríkisstjórnir Frakklands, Bretlands og Sviss og nokkur af helstu fjármálafyrirtækjum heims.

-

Nánari upplýsingar um Sean og starfsemi Climate Bonds Initiative má finna á heimasíðu CBI.

-

Vonandi sjáum við sem flesta.

Kær kveðja,

Stjórn IcelandSIF

21okt
Tímasetning
08:30 - 09:30
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 09:00 14/10/2019

Skráning endar:

kl. 08:00 21/10/2019