Fjölbreytileiki í íslensku atvinnulífi - skiptir hann máli?

29/11/2022

IcelandSIF stendur fyrir fundi miðvikudagsmorguninn 7. desember kl. 8:30 í Norðurturni Íslandsbanka fyrir félagsmenn IcelandSIF. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í klukkutíma.

Fundarstjóri: Kristrún Tinna Gunnarsdóttir yfirmaður sjálfbærnimála hjá Íslandsbanka 

Fyrirlesarar:

Gylfi Magnússon

Vannýtt auðlind? Þjóðleg fjölbreytni í stjórn íslenskra hlutafélaga.

Gylfi hefur starfað við Háskóla Íslands frá árinu 1996 og er nú prófessor í viðskiptafræðideild. Hann hefur einnig gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum innan og utan skólans. Hann lauk doktorspróf í hagfræði frá Yale University og cand. oecon. prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur í rannsóknum sínum einkum beint sjónum sínum að íslensku efnahagslífi, m.a. fjármálamarkaðinum.

Þóra Christiansen

Eigum við að lyfta þeirri svörtu? Staða kvenna af erlendum uppruna í íslensku atvinnulífi.

Þóra Christiansen er aðjunkt við Viðskiptafræðideild HÍ og leggur jafnframt stund á doktorsnám í hnattrænum fræðum við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild HÍ. Þóra kennir námskeið á sviði fjölbreytileika og inngildingar, samskipta og samningafærni. Rannsóknir hennar snúa helst að fjölbreytileika og inngildingu á vinnumarkaði, með áherslu á kyn, uppruna, kynþátt eða samspil þessara þátta.

Gunnar Gunnarsson

Kynjahlutföll í íslensku atvinnulífi: Hvað breytist?
Gunnar Gunnarsson er forstöðumaður fyrir Greiningu og ráðgjöf hjá Creditinfo. Gunnar er með doktorspróf í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara, M.A. gráðu í stærðfræði frá sama skóla og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands. Gunnar hefur mikla reynslu af áhættustýringu en hann starfaði áður við hana í Íslandsbanka og við ráðgjöf henni tengdri.

Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.