Ný stjórn IcelandSIF var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni, þann 27. maí sl.
Nýja stjórn skipa: Egill Tryggvason, Verði tryggingum, Helga Indriðadóttir, Almenna lífeyrissjóðnum, Halldór Kristinsson, Landsbréfum, Hildur Eiríksdóttir, Íslandsbanka, Kristbjörg M. Kristinsdóttir, Stefni, Kristján Geir Pétursson, Birtu lífeyrissjóði og Margit Robertet, Kviku banka.
Margit Robertet er nýr stjórnarformaður IcelandSIF, en hún var áður varaformaður stjórnar. Kristibjörg M. Kristinsdóttir er varaformaður.
Davíð Rúdolfsson, Gildi lífeyrissjóði og Kristín Jóna Kristjánsdóttir, fráfarandi formaður stjórnar, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en þau hafa verið í stjórninni frá upphafi.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hlýddu fundargestir á erindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra og borgarstjóra og núverandi forstjóra Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Í erindi sínu fjallaði Ingibjörg m.a. um þá ógn sem steðjar að mannréttindum í tengslum við heimsfaraldur kórónuveiru og mikilvægi þess að fjárfestar sköpuðu aðhald gagnvart þjóðríkjum og fyrirtækjum í þeirri viðleitni að þrýsta á umbætur.
Ítarlegt viðtal við Ingibjörgu birtist í helgarblaði Fréttablaðsins 30. maí sl.