Fræðslufundur IcelandSIF 29. ágúst

Fundarstjóri: Egill Tryggvason, forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði tryggingum

Fundarstaður: Höfuðstöðvar Íslandsbanka Norðurturn, 9. hæð

Húsið opnar klukkan 8 og fundurinn hefst tímanlega klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10

-

Dagskrá fræðslufundarins:

-

Bjarni Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti hjá Fjármálaeftirlitinu. Hann útskrifaðist með BA gráðu í hagfræði árið 2005 og MS í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. Hann hefur einnig lokið við Diploma í frumkvöðlafræðum og prófi í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.
-

Ritgerðin heitir: Hluthafastefnur íslenskra fagfjárfesta og framkvæmda þeirra (e. Investment Stewardship of Institutional Investors in Iceland)
Ritgerðin fjallar um það hvort íslenskir stofnanafjárfestar hafi markað sér hluthafastefnu og hvernig henni er beitt. Til að varpa ljósi á framkvæmd hluthafastefnanna voru samskipti stofnanafjárfesta og skráðra félaga könnuð með viðtölum ásamt því að tilkynningar í Kauphöll voru skoðaðar með tilliti til þess hvort stofnanafjárfestar lögðu fram breytingatillögur.

-

Harpa Rut Sigurjónsdóttir, hefur starfað sem sjóðstjóri í skuldabréfateymi Stefnis frá árinu 2018 en starfaði þar áður sem sérfræðingur frá ársbyrjun 2016. Fyrir þann tíma starfaði hún hjá Arion banka frá árinu 2012 við útlán og ráðgjöf til einstaklinga og lögaðila. Harpa Rut er hagfræðingur frá Háskóla Íslands síðan 2014, lauk prófi í verðbréfaviðskiptum 2015 og MS gráðu í fjármálahagfræði frá Hagfræðideild Háskóla Íslands 2019.

-

Ritgerðin heitir: Græn skuldabréf: Rannsókn á umfangi grænu á sænska skuldabréfamarkaðnum.

Nánar um efni ritgerðarinnar:

Harpa tók til rannsóknar hvort ólík ávöxtunarkrafa myndaðist á eftirmarkaði grænna skuldabréfa samanborið við þau hefðbundnu. Í ljósi ungs aldurs græna skuldabréfamarkaðsins ásamt skorti á settum reglum og vottun þriðja aðila eru rannsóknir þess efnis af skornum skammti. Í ljósi þessa þótti áhugavert að kanna með megindlegri rannsókn hvort ólík ávöxtunarkrafa var á grænum skuldabréfum samanborið við þau hefðbundnu yfir rannsóknar tímabilið . Til grundvallar voru valin græn skuldabréf skráð á sjálfbæra skuldabréfamarkaðnum í Svíþjóð. Voru samtals 56 samanburðarpör skoðuð, þar sem tvö sambærileg skuldabréf sama útgefanda voru valin til samanburðar, annað grænt en hitt hefðbundið.

-

Karl Einarsson, sérfræðingur í fjárstýringu á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. Hann útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptafræði árið 2000, kláraði svo BA gráðu í heimspeki 2018 og svo MS gráðu í fjármálum fyrirtækja 2019.

-

Ritgerðin heitir: Framtíðin er núna – græn skuldabréfaútgáfa sveitarfélaga.

Nánar um efni ritgerðarinnar:

Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvaða hagur felst í útgáfu grænna skuldabréfa fyrir sveitarfélög og einnig hvaða hindranir kunna að vera í veginum. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við útgefendur grænna skuldabréfa og mögulega útgefendur úr hópi sveitarfélaga, eins var leitað til fjárfesta til að fá þeirra sýn á viðfangsefnið.

-

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við Háskóla Íslands og Copenhagen Business School.

-

Fræðasamfélagið straumar og stefnur í ESG.

Þröstur mun fara yfir þróun ESG málaflokksins og hvert stefnir, ásamt stuttri kynningu á verkefnum haustsins í samstarfi Iceland SIF og viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, en á sameiginlegri ráðstefnu þann 7. október verða niðurstöður verkefnanna kynntar.

29ágú
Tímasetning
08:30 - 10:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 08:00 21/08/2019

Skráning endar:

kl. 08:00 29/08/2019