Fræðsluerindi um UFS áhættumöt - 13. október kl. 12-13

7/10/2022

Hvenær: 13. október kl. 12-13

Hvar: Microsoft Teams

Skráning: icelandsif.is (ýtið hér fyrir hlekk)

Teams upplýsingar verða sendar á skráða aðila, fyrir fundinn

-

Dr. Florian Berg við Massachusetts Institute of Technology (MIT).
Erindi Florian fjallar um ástæður þess að UFS áhættumöt skila ólíkum niðurstöðum og hvernig álit greinanda á fyrirtæki getur haft áhrif á niðurstöður mats. Í erindi sínu mun Florian einnig fara yfir hvernig ólíkar niðurstöður greinanda hafa áhrif á rannsóknir sem fjalla um tengsl UFS áhættu og verðmyndun. Hann sýnir einnig hvernig UFS áhættumöt greiningaraðila eru uppfærð aftur í tíma og tekur dæmi frá Refinitiv.

Florian Berg stundar rannsóknir við viðskiptafræðideild Massachusetts Institute of Technology (MIT). Við deildina leiðir Florian The aggregate confusion project, en rannsóknir hans snúast að miklu leyti um sjálfbærar fjárfestingar, UFS áhættumöt, það misræmi sem sést í UFS áhættumötum og hvernig það misræmi hefur áhrif á fjárfesta, fyrirtæki og vísindarannsóknir.
Florian lauk doktorsprófi í hagfræði frá Paris-Dauphine University. Hann starfaði í framhaldi sem greinandi hjá Amundi Asset Management og Alphadyne Asset Management. Hann hefur kennt við Paris-Dauphine University, Sciences-Po Paris, og MIT.

FlorianBerg