Morgunfundur (fjarfundur) IcelandSIF um sjálfbærar fjármálaafurðir

Fimmtudagurinn 18. mars
Tími: kl 9:00 – 10:00

Fundurinn verður haldinn á Teams. Teams hlekkur verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

IcelandSIF býður aðildarfélögum á morgunfund (fjarfund) 18. mars þar sem fjallað verður um sjálfbærar fjármálaafurðir.

Á síðustu þremur árum hefur orðið gríðarlegur vöxtur í hinum ýmsu sjálfbærnitengdum fjármálaafurðum, lánum og skuldabréfum, sem eru m.a. gefin út í þeim tilgangi að styðja við ákveðin umhverfis, sjálfbærnis eða félagsleg markmið.

Á fundinum mun Joop Hessels, yfirmaður Grænna, félagslegra og sjálfbærnis skuldabréfa hjá ABN Amro Bank NV fjalla um sjálfbærar fjármálaafurðir og mismunandi nálgun sem þær hafa upp á að bjóða frá sjónarhóli bæði fjárfesta og útgefenda.

Þá mun Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður Fjárstýringar hjá Landsvirkjun vera með erindi, en Landsvirkjun hefur einna mestu reynslu af innlendum útgefendum og nýtt sér flestar slíkra afurða, gefið út græn skuldabréf, tryggt sér sjálfbærnitengda lánalínu og gert lánasamning tengdan heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Gert er ráð fyrir 15 mínútum í lokin fyrir spurningar og svör.

Kær kveðja,
Stjórn IcelandSIF

18mar
Tímasetning
09:00 - 10:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 13:00 10/03/2021

Skráning endar:

kl. 09:00 18/03/2021