Um IcelandSIF

Tilgangur IcelandSIF er að efla þekkingu félagsaðila á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga og auka umræður um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. 

Samtökin IcelandSIF voru stofnuð 13. nóvember 2017.

Samtökunum er ætlað að vera óháður vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. 

  • Samtökin taka ekki tiltekna afstöðu til ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga eða einstakra málefna.
  • Aðilar taka afstöðu á sínum forsendum.
  • Samtökin eru ekki vettvangur til að samræma stefnu, afstöðu eða aðgerðir í ábyrgum fjárfestingum. 

Félagsaðilar eru tvenns konar, aðildarfélög og aukaaðilar.

  • Aðildarfélög geta verið starfsleyfisskyld fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi og styðja tilgang félagsins.
  • Aukaaðilar geta verið aðrir lögaðilar, samtök og opinberir aðilar með starfsemi á Íslandi sem styðja tilgang félagsins.

Atkvæðaréttur og vægi

  • Hvert aðildarfélag fer með eitt atkvæði á fundinum. 
  • Aukaaðilar hafa ekki atkvæðisrétt en hafa rétt til þess að taka til máls og geta borið fram tillögur. 
  • Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum ákvarðana á aðalfundi. 

Starfsemi samtakanna

  • Stjórnarmenn sinna faglegu starfi.
  • Vinnuhópar verða stofnaðir en þeir eru undirhópar stjórnar samtakanna. 
  • Standa fyrir þremur til fjórum fræðslufundum á ári.

Útvistun verkefna

  • Verkefnum eins og bókhaldi, ráðstefnum og sambærilegu er útvistað.

Endurskoðandi samtakanna verður Deloitte, Signý Magnúsdóttir. 

Enskt heiti samtakanna er IcelandSIF (Iceland Sustainable Investment Forum)

Stofnaðilar IcelandSIF eru fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi og styðja tilgang samtakanna. Á meðal stofnaðila voru ellefu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú tryggingafélög, fjögur rekstrarfélög verðbréfasjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki.