Endanlegar tillögur stjórnar til aðalfundar IcelandSIF þann 25. maí liggja nú fyrir og skráning á NordicSIF í Hörpu þann 15. og 16 júní er opin

13/05/2022

Endanlegar tillögur stjórnar til aðalfundar IcelandSIF þann 25. maí liggja nú fyrir og skráning á NordicSIF í Hörpu þann 15. og 16 júní er opin.

Aðalfundur IcelandSIF verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 25. maí og hefst kl. 16:00. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar.

Bent er á að framboð til stjórnar skulu berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 16:00 þann 18. maí.

Hér er að finna skráningu á fundinn, dagskrá fundarins og endanlegar tillögur.

-

Árleg ráðstefna NordicSIF mun að þessu sinni fjalla um Hafið og verður ráðstefnan í Hörpu í Reykjavík þann 15. og 16. júní 2022. Ráðstefnan er aðeins opin starfsmönnum aðildarfélaga IcelandSIF og verður einnig að hluta í streymi.

Hér er að finna dagskrá og skráningu á ráðstefnu NordicSIF um Hafið.

-

-

Kær kveðja,

Stjórn IcelandSIF