IcelandSIF stendur fyrir hádegisfundi sem haldinn verður mánudaginn 22. apríl klukkan 12:00 á Teams. Til umfjöllunar verður líffræðilegur fjölbreytileiki (e. bio diversity) út frá vísindalegu sjónarhorni og innleiðing sjónarmiða um líffræðilegan fjölbreytileika í starfsemi fjármálafyrirtækja. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um klukkutíma.
Erindi fundarins verða eftirfarandi:
Katherine Richardson, prófessor í líffræðilegri haffræði (e. biological oceanography) og leiðtogi sjálfbærnivísindaseturs Kaupmannahafnarháskóla, mun fjalla um líffræðilegan fjölbreytileika frá sjónarhorni vísindanna og hvernig fjárfestar geta haft jákvæð áhrif á náttúru- og loftslagsmál.
Dewi Dylander, yfirmaður ESG, stefnu og alþjóðlegra mála hjá danska lífeyrissjóðnum PKA og formaður DanSIF, mun halda erindi um hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki horfir við fjármálageiranum. Meðal annars mun hún fjalla um hvernig PKA vinnur með líffræðilegan fjölbreytileika og tækifæri og áhættur tengdar TNFD.
Aðalheiður Snæbjarnardóttir (Heiða), forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum, mun fjalla um það hvernig banki fer að því að greina áhrif sín á líffræðilega fjölbreytni, meðal annars út frá því að skilja áhrif bankans, mælingum og upplýsingagjöf.
Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.
Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.