Hádegisfundur um CSRD frá sjónarhóli fjárfesta

IcelandSIF stendur fyrir hádegisfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 21. mars kl. 12:00 á Teams. Til umfjöllunar verður CSRD-tilskipun ESB sem til stendur að innleiða á Íslandi á næstu misserum, með áherslu á áhrif tilskipunarinnar á fjárfesta og fjármálafyrirtæki. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um klukkutíma.

Erindi fundarins verða eftirfarandi:

Alexander Berg, sjálfbærnisérfræðingur hjá Nordea Life & Pension mun veita innsýn í CSRD innan úr alþjóðlegu fjármálafyrirtæki sem er í fremstu röð þegar kemur að sjálfbærni og sjálfbærum fjárfestingum.

Hlédís Sigurðardóttir, sjálfbærnistjóri Arion banka, segir frá ferli bankans við innleiðingu á CSRD og hvernig tilskipunin horfir við stóru fjármálafyrirtæki.

Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir, sjálfbærnistjóri Össurar, fjallar um áhrif tilskipunarinnar á skráð rekstrarfélag á borð við Össur og þau tækifæri sem CSRD hefur í för með sér fyrir félagið.

Bjarni Herrera, stofnandi og forstjóri Accrona, ætlar að segja frá CSRD í stærra samhengi, samspili tilskipunarinnar við regluverk sjálfbærra fjármála og áhrifum hennar fram á veginn.

Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.

Fundurinn er opinn fyrir aðildarfélög IcelandSIF.

21mar
Tímasetning
12:00 - 13:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 12:00 15/03/2024

Skráning endar:

kl. 13:00 21/03/2024