Fjölgar í fjölskyldu IcelandSIF

18/11/2020

IcelandSIF hafa notið mikillar velvildar og stuðnings frá því samtökin voru stofnuð fyrir rétt um þremur árum. Tveir nýir aðildarfélagar bættust í hópinn í haust þegar Eyrir Venture Management og Lífeyrissjóður bankamanna gengu til liðs við samtökin og bjóðum við þau velkomin. Alls eru félagsaðilar IcelandSIF þá orðnir 33 talsins.