Fræðslufundur um áhrifafjárfestingar á Íslandi

29/01/2024

Áhrifafjárfestingar eru þema næsta fræðslufundar IcelandSIF. Á fundinum verða þrjú erindi sem öll beinast að áhrifum fyrirtækja og hvernig fjárfestar greina þau áhrif.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka 1. febrúar næstkomandi kl. 16:00.

Veigamikil vandamál eru grundvöllur nýsköpunar

Einar Stefánsson er margverðlaunaður augnlæknir sem einnig hefur komið að stofnun fyrirtækja. Hvað þekktast er Oculis sem skráð var á Nasdaq í Bandaríkjunum nýverið. Einar mun fjalla um hvernig vandamál er vert að eiga við í nýsköpun og hvað einkennir þau vandamál sem hann leitast við að leysa.

Geta vísisjóðir vísað veginn?

Helga Valfells stofnandi Crowberry capital mun fjalla um aðferðafræði og reynslu Crowberry capital við að meta sjálfbærniáhrif fjárfestinga sinna og hvar áherslur þeirra liggja.

Ísland sem stökkpallur fyrir græn verkefni

Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Transition labs. Transition Labs vinnur með mörgum metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims, aðstoði þau við að hefja starfsemi hér á landi og skapa þannig fyrirmyndir að uppbyggingu loftslagsverkefna um allan heim.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella á þennan hlekk.