Morgunfundur (fjarfundur) IcelandSIF - Orkumál í brennidepli

Fimmtudagurinn 28. apríl n.k.

Kl. 9:00 - 10:00

Teams fjarfundur

-

Fundarhlekkur verður sendur á póstlista fyrir fundinn.

-

Á morgunfundi IcelandSIF þann 28. apríl 2022 kl. 9:00 – 10:00 sem haldinn verður á Teams verður fjallað um orkumál, orkuskort og áhrif af stríðsátökum í Austur-Evrópu á orkuskiptin og þróun yfir í sjálfbæra orkugjafa.

-

Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs hjá Orkustofnun og Þórdís Anna Oddsdóttir forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun munu í erindum sínum fjalla um orkumálin sem eru í brennidepli þessa dagana. Fundarstjóri er Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og stjórnarmeðlimur í IcelandSIF.

-

Kær kveðja,

Stjórn IcelandSIF

28apr
Tímasetning
09:00 - 10:00
Staðsetning

Hlekkur á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á póstlista fyrir fundinn

Skráning opnar:

kl. 15:00 11/04/2022

Skráning endar:

kl. 09:00 28/04/2022