Norrænn fundur SIF félaga í Stokkhólmi

24/06/2019

Við vekjum athygli á áhugaverðum viðburði sem haldinn verður dagana 7. og 8. nóvember n.k. á vegum norrænu SIF samtakanna í Stokkhólmi. Norrænir samstarfsaðilar hafa mikla reynslu á sviði ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga sem við getum lært af.

Meðfylgjandi eru hlekkur á viðburðinn og málefni sem rædd verða en endanleg dagskrá verður send út síðar: https://swesif.org/event/nordic-sif-2019-save-the-date/