Stjórn IcelandSIF bendir félagsmönnum á að aðalfundur IcelandSIF verður haldinn miðvikudaginn 22. maí 2024 klukkan 9:00. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá klukkan 8:30.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Íslandsbanka, Hagasmára 3, 201 Kópavogi, 9. hæð.
Bent er á að framboð til stjórnar skulu berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins í síðasta lagi kl. 9:00 föstudaginn 17. maí.
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ávarpa fundargesti og fjalla um áherslur og markmið ríkisstjórnar Íslands í umhverfis- og loftslagsmálum.