Erindi um ESG lögsóknir og ábyrgð stjórnenda

17/10/2023

Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, nú lögmaður hjá alþjóðlegu lögmannsstofunni Gibson, Dunn & Crutcher LLP og prófessor við lagadeild HÍ verður með erindi um ESG lögsóknir og ábyrgð stjórnenda 2. nóvember næstkomandi.

Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað að undanförnu á regluverki Evrópusambandsins hvað varðar kröfur til fyrirtækja til að mæta auknum kröfum um vernd mannréttinda, sjálfbærni og umhverfisvernd. Þessi þróun, oft dregin saman undir skammstöfuninni (ESG, environment, social and governance) kallar á að fyrirtæki aðlagi starfsemi sína, virðiskeðjur, starfsmannastjórnun og verkferla til samræmis við þessar nýju reglur.

Stjórnir fyrirtækja, framkvæmdarstjórar og millistjórnendur þurfa að huga að endurskoðun á innri starfsemi þeirra og ábyrgðarkeðjum og leggja mat á áhættu á hvort fyrirtæki þeirra séu í stakk búin til að mæta þessum kröfum.

Að erindi Róberts loknu verður verða pallborðsumræður skipaðar Róberti Spanó, Vicki Preibisch frá Controlant og Tönyu Zharov frá Alvotech. Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við HÍ mun stýra pallborðsumræðunum. Þar verður komið inn á stjórnarhætti, hvernig erindi Róberts snertir atvinnulífið og fyrirtæki, hvar ábyrgð stjórnenda liggur og hvernig samspilið er við fjárfesta.

Staðsetning: Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2. 2. nóvember klukkan 16:30 - 17:30.Léttar veitingar verða í boði í kjölfar fundarins.

Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér.