Sjálfbærni fjármálafyrirtækja

IcelandSIF stendur fyrir hádegisfundi sem haldinn verður fyrir starfsfólk aðildarfélaga mánudaginn 11. desember kl. 12:00 á Teams. Til umfjöllunar eru upplýsingaskyldur fjármálafyrirtækja, einkum á grundvelli 8. gr. flokkunarreglugerðar ESB (e. EU Taxonomy) sem tók gildi þann 1. júní sl. Markmið fundarins er að veita gestum gagnlega innsýn í regluverkið og þær upplýsingar sem fjármálafyrirtækjum er nú gert að birta í ársreikningum sínum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um klukkutíma.

Erindi halda:

- Jonathan Krakow, yfirmaður sjálfbærniteymis Deloitte í Noregi.

- Halldór I. Pálsson, umsjónarmaður með ársreikningaskrá.

- Ben Leblique, sérfræðingur í stefnugreiningu ESB hjá UN PRI.

- Shalini Sewradj, sérfræðingur í sjálfbærnistefnumótun hjá ABN AMRO Bank.

Að fundi loknum gefst gestum kostur á að spyrja spurninga.

11des
Tímasetning
12:00 - 13:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 12:00 4/12/2023

Skráning endar:

kl. 12:00 11/12/2023