Fræðslufundur um áhrifafjárfestingar - Samantekt

8/03/2024

Fjallað var um Áhrifafjárfestingar síðasta fræðslufundi IcelandSIF í höfuðstöðvum Arion banka 1. febrúar síðastliðinn. Á fundinum voru flutt þrjú erindi sem öll beindust að áhrifum fyrirtækja og hvernig fjárfestar greina þau áhrif.

Hér er að finna samantekt á því helsta sem kom fram á fundinum:

Veigamikil vandamál eru grundvöllur nýsköpunar

-Erindi frá Einari Stefánssyni, einum stofnenda Oculis.

Einar Stefánsson er margverðlaunaður augnlæknir sem einnig hefur komið að stofnun fyrirtækja. Hvað þekktast er Oculis sem skráð var á Nasdaq í Bandaríkjunum nýverið.

Í erindi Einars fór hann yfir þá lykilspurningu sem frumkvöðlar þurfa að hafa í huga: „Hvaða vandamál leysir þú“. Vandamálið skilgreinir verðmæti félagsins. Heilbrigðisgeirinn er stærsta atvinnugrein í heimi og þar eru mjög stór vandamál að sögn Einars.

Einar ræddi um að vandamálið sem stofnendur Oculis vildu leysa var að einfalda meðferð við augnsjúkdómum sem valda blindu sem hingað til hefur verið meðhöndlaðar með því að sprauta lyfjum í auga sjúklingsins. Sú meðferð er ekki hættulaus og alls ekki einföld í framkvæmd, auk tilheyrandi kostnaðar sem því fylgir að fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið. Á hverju ári ca. 10.000 meðferðir framkvæmdar á Landspítalanum. Markmiðið var því að útbúa meðferð sem kæmi lyfi í augað án þess að það þyrfti að notast við sprautur og lausnin felst í því að notast við augndropa til að koma lyfjum aftast í augað. Þannig er hægt að meðhöndla sjúkdóminn og halda honum í skefjum.

Annað sem hann hefur lært af þessari vegferð er að setja saman hóp snemma og fá þannig fleiri aðila að borðinu og þá sérstaklega aðila sem koma með auka þekkingu og tryggja að hópurinn sér fjölbreyttur. Fjármálavit er sérstaklega mikilvægt eins þá var nauðsynlegt fyrir þá að ná athygli „Big Pharma“ sú reynsla sem þeir aðilar koma með inn félagið sé einnig mjög mikilvæg.

Að endingu ræddi hann hversu mikið álag mun verða á heilbrigðisþjónustuna í framtíðinni vegna öldrunar og það er nauðsynlegt að fara í nýsköpun þar sem mannafli og fámagn til að mæta þessu. Heilbrigðisþjónustan í núverandi mynd er ekki að höndla álagið sem er nú þegar. Og þar væru tækifæri til að finna lausnir. Að því sögðu ræddi hann fyrirtæki sitt Retina risk sem notar tölfræðilegar aðferðir til að nýta þær upplýsingar sem liggja fyrir um alla sjúklinga með sykursýki til þess að meta þeirra einstaklingsbundnu áhættu, sem er mjög breytileg, á að fá hina ýmsu sjúkdóma sem tengjast sykursýkinni. Þeir vilja fara úr því að allir fái staðlaða þjónustu við sínum sjúkdómi í það að hægt sé að beina þjónustunni til þeirra sem þurfa hvað mest á henni að halda og þannig að auka skilvirkni þjónustunnar og minnka þannig sóun í kerfinu. Það er þannig að tæknilausnir geta sparað og hagrætt í heilbrigðisþjónustu um jafnvel tugi prósenta.

Heilbrigðisþjónusta er stærsta atvinnugrein í heimi. Reksturinn og skipulagið er gamaldags og íhaldssamt og því gríðarleg tækifæri til úrbóta með því að nýta sér tækniframfarir til að lækka kostnað og bæta þjónustu.

Geta vísisjóðir vísað veginn?

-Erindi frá Helgu Valfells, stofnanda Crowberry Capital

Helga Valfells stofnandi Crowberry capital fjallaði um aðferðafræði og reynslu Crowberry Capital við að meta sjálfbærniáhrif fjárfestinga sinna og hvar áherslur þeirra liggja.

Í upphafi ræddi hún að vísisjóðir fjárfesta snemma í nýsköpunarfyrirtækjum og voru kallaðir meðal annars nýsköpunarsjóðir. Sjóðurinn starfar fyrir hluthafana sem hann eiga og áherslur til áhrifa koma að miklu leiti frá þeim.

Crowberry Capital er vísisjóður sem fjárfestir í stafrænum lausnum á Norðurlöndum og markmiðið er að skila hluthöfum góðri ávöxtun. Sjóðurinn starfar með alþjóðlegum fjárfestum og vísisjóðum og fjárfestir með þeim.

Með því að fjárfesta í nýsköpun þá ertu að fjárfesta í atvinnusköpun, þetta eykur hagvöxt og hvetur til framþróunar í tækni og vísindum. Þannig er verið að skapa verðmæti með því að leysa vandamál.

„En geta sjóðirnir gert eitthvað meir?“ spurði Helga í erindi sínu og bætti því við að sjálfbærni hafi verið mikið í umræðunni síðustu ár og hafa þau hjá Crowberry haft góða stjórnarhætti í fyrirrúmi og nauðsynlegt að hafa fjölbreyttan fjárfestahóp. Það er gríðarlegt tækifæri hjá Crowberry að mati Helgu að fjárfesta með kvenkyns nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa leitað til þeirra. Í kjölfarið eigum við hér á Íslandi heimsmet í jafnrétti vísissjóða. ESG stefna Crowberry Capital tekur mið af jafnrétti kynjanna og skoðar til dæmis hvernig kaupréttum og launum er úthlutað á milli kynja. Sjóðurinn fókusar einnig á gervigreind og hvernig við ætlum að nota hana; kostnaðinn, hvernig er gagnanotkuninni er háttað og hvert er markmið fyrirtækisins.

Hún fór inn á það að sjóðurinn er nýbúinn að tileinka sér ESG áhættustefnu og hún telur þetta vera virkilega gott tól til mæla kerfislega hvernig sjóðurinn vill gera gagn.

Þegar þau hjá Crowberry Capital byrja að fjárfesta í fyrirtækjum þá vilja þau byggja traustan grunn og tryggja góða stjórnarhætti, vera með sem besta umgjörð í kringum stjórn,fyrirtækið og eignarhlutinn. Einnig leggja þau áherslu á að tryggja að fyrirtækið byrji með rétt ESG hugarfar og senda til þeirra spurningalista til að tryggja að þessi þættir fái vægi.

Að endingu fór hún stuttlega yfir þrjú fyrirtæki sem Crowberry Capital hefur fjárfest í til að gefa innsýn í þeirra fjárfestingar: Eitt félagið hjálpar fyrirtækjum að fylgja nýrri Evrópulöggjöf um gervigreind, annað hefur markmið að minnka matarsóun og það þriðja nýta orku á hagkvæmari hátt. Helga segir því að Crowberry Capital fjárfesti þannig fyrir fyrir hluthafana í hagnaðarskyni en engu að síður að vinna til góðs fyrir samfélagið.

Ísland sem stökkpallur fyrir græn verkefni

-Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Transition Labs.

Síðast tók til máls Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Transition Labs.

Hún sagði í erindi sínu að Transition Labs fjárfesta ekki aðeins með peningum, heldur tíma og reynslu sem þau fjármagna sjálf.

Markmiðið að reyna að stækka teymin sem þau vinna með fyrr, hlaupa hraðar og skapað meiri verðmæti fyrr með áherslu á loftlagsmál. Þau sjá mikil tækifæri í að vera hluti af teymum fyrirtækja í grænu vegferðinni. Áherslur þeirra eru minnkun í kolefnislosun eða að draga kolefni beint úr kolefnishringrásinni. Með mesta áherslu á iðnfyrirtæki sem koma í staðinn fyrir núverandi tækni.

Þeirra áherslur að horfa í hvar geta þau haft mesta áhrif í baráttunni i loftlagsmálum. Það er fullt af vísinda- og tæknifólki ásamt fjárfestum sem eru þegar til staðar á markaðnum, en vandamálið er svo oft að þessi fyrirtæki geta ekki stækkað teymið nógu hratt, fá ekki þekkingu inn á rétta tímanum til að ná vörðunum sem þarf til að ná næstu fjármögnun og fjármagn þarf til að skapa áhrif.

Þau eru að nýta þekkingu og reynslu teymisins og verða hluti af þeim fyrirtækjum sem þau vinna með oftast í kringum 1-4 ár. Þau vilja vinna með teymum sem þau hafa trú á og telja að muni ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Það sem þau horfa til er hversu mikið co2 sparast eða er hægt að útrýma. Bæði horfandi til verkefnisins sem verið er að vinna að hér á landi en líka á alþjóðlegan mælikvarða. Hún nefnir svo þau fyrirtæki sem þau hafa verið að vinna með meðal annars tvö sem eru með starfsemi á Íslandi:

Running Tide sem er með starfsemi á Akranesi og Rockpore sem framleiðir umhverfisvæn byggingarefni úr gler- og steypuúrgangi.

Það sem þau hafa fundið á sinni vegferð frá því að þau hófu starfsemi í lok árs 2022 er að tækifærin eru mýmörg og þau eru að ná að tengja saman aðila úr sínu tengslaneti sem geta átt árangursríkt samstarf í þessari grænu vegferð.

Transition Labs vinnur með mörgum metnaðarfyllstu loftslagsverkefnum heims, aðstoði þau við að hefja starfsemi hér á landi og skapa þannig fyrirmyndir að uppbyggingu loftslagsverkefna um allan heim.