Aðalfundur IcelandSIF 2021

Aðalfundarboð

Reykjavík, 21. apríl 2021

Stjórn IcelandSIF, kt. 461217-1330, Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, boðar hér með til aðalfundar félagsins fyrir árið 2021.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 20. maí og hefst kl. 8.30.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir, sbr. 5. gr. samþykkta félagsins:

 1. Kosning fundarstjóra
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
 5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna
  1. Tillaga um að ekki verði greidd stjórnarlaun
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns
  1. Tillaga er um að Deloitte ehf., kt. 521098-2449, verði kjörið endurskoðandi félagsins
 8. Ákvörðun félagsgjalds
  1. Tillaga er um að félagsgjald verði óbreytt
 9. Tillögur að breytingum á samþykktum, ef þær liggja fyrir
 10. Önnur mál

Tillögur sem félagsaðilar vilja leggja fyrir fundinn þurfa að berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 9:00 fimmtudaginn 29. apríl.

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að berast í tölvupósti á netfangið icelandsif@icelandsif.is eða með öðrum skriflegum hætti til stjórnar félagsins, í síðasta lagi kl. 16:00 föstudaginn 14. maí.

Endanleg dagskrá og fram komnar tillögur munu liggja fyrir á skrifstofu félagsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa fundargesti og fjalla um áherslur og markmið ríkisstjórnar Íslands í umhverfis- og loftslagsmálum.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar IcelandSIF

Margit Robertet

Stjórnarformaður

20maí
Tímasetning
08:30 - 10:00
Staðsetning

Arion Banki
Borgartúni 19,
105 Reykjavík

Skráning opnar:

kl. 09:00 21/04/2021

Skráning endar:

kl. 08:00 20/05/2021