Skiptir líffræðilegur fjölbreytileiki fjármálafyrirtæki máli? – Upptaka og glærur

24/04/2024

Haldinn var hádegisfundur á vegum IcelandSIF þann 22. apríl 2024 í gegnum fjarfundarbúnað Teams um líffræðilegan fjölbreytileika þar sem farið var yfir hvað felst í hugtakinu út frá vísindalegu sjónarhorni og hvernig það snertir fjármálafyrirtæki og fjárfesta.

Fyrst tók til máls Katherine Richardsson sem er prófessor í líffræðilegri haffræði og leiðtogi sjálfbærnivísindaseturs Kaupmannahafnarháskóla. Erindi hennar bar heitið The impact on nature and climate.

Glærur úr erindi Katherine má nálgast hér.

Næst talaði Dewi Dylander. Hún er aðstoðar framkvæmdastjóri hjá danska lífeyrissjóðnum PKA. Dewi fer fyrir sjálfbærni og alþjóðlegum málum hjá PKA og hún er jafnframt formaður DanSIF. Hún fjallaði meðal annars um hvernig PKA vinnur með líffræðilegan fjölbreytileika, áhættur og tækifæri í sínum fjárfestingum. 

Glærur úr erindi Dewi má nálgast hér.

Síðust tók Aðalheiður Snæbjarnardóttir forstöðumaður sjálfbærni hjá Landsbankanum til máls og fjallaði hún um hvernig bankinn hefur farið að því að greina sín áhrif á líffræðilega fjölbreytni.

Glærur úr erindi Aðalheiðar má nálgast hér.

Hér að neðan má finna upptöku af viðburðinum: