Morgunfundur um tilnefninganefndir - samantekt

4/04/2023

Opinn morgunfundur Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins, Nasdaq Iceland og IcelandSIF um tilnefningarnefndir var haldinn á Grand hóteli þann 28. mars 2023.

Erindi fluttu Þóranna Jónsdóttir formaður starfshóps um stjórnarhætti og Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs. Svanhildur Hólm Valsdóttir stýrði pallsborðsumræðum, þar sem þátt tóku Árni Hrafn Gunnarsson, Hjörleifur Pálsson og Tanya Zharov. Fundarstjóri var Kristbjörg M. Kristinsdóttir formaður stjórnar IcelandSIF.

Hér að neðan er hlekkur á síðu Viðskiptaráðs, þar sem nálgast má greiningu Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndum, ásamt hlekk á samantekt frá starfshópi um stjórnarhætti:


Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndum.

Samantekt frá starfshópi um stjórnarhætti