Fræðslufundur um blá skuldabréf (fjarfundur) 12. nóv. kl. 9-10

IcelandSIF heldur fjarfund um blá skuldabréf föstudaginn 12. nóvember klukkan 09:00-10:00
Fundurinn verður haldinn á Teams, fyrir fundinn verður fundarhlekkur sendur þeim sem hafa skráð sig.
-

Blá skuldabréf hafa birst fjárfestum í auknum mæli undanfarin tvö ár og er áhersluatriði þeirra nýting fjármuna í verkefni tengd verndun sjávar. Blá skuldabréf hafa komið inná markaðinn sem angi af grænum skuldabréfum og má segja að umfang útgáfu þeirra sé álíka mikið og græn skuldabréf voru fyrir um áratug síðan. Seychelles eyjar, Bank of China, NIB og Brim eru dæmi um útgefendur sem hafa gefið út slík skuldabréf.

-

Á þessum viðburði fjallar Jens Hellerup, Senior Director, Head of Funding and Investor Relations hjá NIB um þeirra útgáfur og ýmsa fleti ferilsins, en NIB hefur í tvígang gefið út blá skuldabréf (2019 og 2020). Einnig fjallar Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim um þeirra útgáfu. Von er á áhugaverðum erindum um stækkandi hluta skuldabréfaheimsins og reynslu af bláum skuldabréfaútgáfum.

-

Gréta María er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur lagt áherslu á samfélagsábyrgð. Gréta María útskrifaðist sem verkfræðingur frá Háskóla Íslands og í kjölfarið starfaði hún í fjármálageiranum og upplýsingatæknigeiranum áður en hún fór í smásölugeirann fyrst sem fjármálastjóri Festi og síðar sem framkvæmdastjóri Krónunnar.

-

Jens Hellerup, Senior Director. Head of Funding and Investor Relations. Head of Financial Institutions.

Nordic Investment Bank (NIB). Jens Hellerup is responsible for funding the Bank’s activities on the international capital markets and the investor relations. Further, he is responsible for the relationship with Financial Institutions in relation to provide long term financing to these institutions. Before joining the Funding & Investor Relations team Mr. Hellerup acted as fixed income portfolio manager at Nordic Investment Bank. In 2011 Jens Hellerup became member of the Management Group at NIB.

Mr. Hellerup joined NIB in year 2000. Before NIB he held a position as Treasury financial analyst at TDC in Denmark (The Danish national telecommunication company). He has more than 25 years’ experience of the international capital markets and holds a Master degree in Economics and a Master of Business Administration degree (MBA).

12nóv
Tímasetning
09:00 - 10:00
Staðsetning

Fundurinn verður haldinn á Teams

Skráning opnar:

kl. 11:00 4/11/2021

Skráning endar:

kl. 09:00 12/11/2021