Íhutun hluthafa vegna UFS

11/02/2022

IcelandSIF hélt morgunfund (fjarfund) undir yfirskriftinni íhlutun hluthafa vegna UFS þann 09. febrúar 2022. Fundurinn var afar vel sóttur af félagsmönnum IcelandSIF og um 50 manns tengdust inn á fundinn.

Anna Þórdís Rafnsdóttir, verkefnastjóri Sjálfbærni hjá Kviku og varaformaður stjórnar Iceland SIF, opnaði fundinn og bauð aðila velkomna. Dr. Helga Kristín Auðunsdóttir flutti erindi sitt sem fjallaði um íhlutun hluthafa vegna UFS en það byggir á doktorsverkefni sem hún lauk frá Fordham University í New York ríki í Bandaríkjunum, þann 3. september árið 2021. Helga Kristín beindi í sínu verkefni augum að vogunarsjóðum og hvernig þeir hafa nýtt sér UFS og endurskipulagningu fyrirtækja undir merkjum þess til að ná fram markmiðum sínum um ávöxtun. Í kjölfar erindisins stýrði Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri Iðunnar fjárfestingarsjóðs, pallborðsumræðum þar sem Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Eyris Vaxtar, og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, einn stofnenda hjá Crowberry Capital, tóku þátt auk Helgu Kristínar. Líflegar umræður sköpuðust þar sem komið var inn á UFS með tilliti til jafnréttismála, kjarasamninga og breytts umhverfi vinnumarkaðar síðustu ára, arðsemiskröfu félaga og uppbrot á hlutabréfamarkaði með innkomu almennra fjárfesta sem beita sér gegn vogunarsjóðum. Komið var inn á útilokun og hins vegar umbætur undir UFS með íhlutun. Einnig var rætt hvernig komandi kynslóðir horfa á bæði atvinnuveitendur og neytendavörur með kröfum UFS. Í lokin var einnig komið inn á hlutfall kvenna þegar kemur að VC sjóðum og mikilvægi þess að ræða málinu og að öllum sjónarmiðum sé velt upp, þó þau geti verið óþægileg, og hvernig er hægt að leggja til umbætur, en orð eru til alls fyrst.

Helga Kristín Auðunsdóttir panel.jpg

Við þökkum öllum sem tengdu sig inn og fylgdust með fyrir og einnig þátttakendum í viðburðinum.

Erindi Helgu Kristínar