Morgunfundur (fjarfundur) um gildi umhverfisvottana bygginga fyrir fjárfesta

Morgunfundur (fjarfundur) á vegum IcelandSIF í samstarfi við Grænni byggð um gildi umhverfisvottana bygginga fyrir fjárfesta

Miðvikudagurinn 28. október n.k.

Tími: kl 9:00 – 10:00

Zoom hlekkur fyrir viðburðinn er hér:

https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_rG6oU4sgSvK4N5ND-ZZmcg

IcelandSIF í samstarfi við Grænni byggð, Green Building Council Iceland, stendur fyrir morgunfundi um gildi umhverfisvottana bygginga fyrir fjárfesta.

Þórhildur Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Grænni byggð, mun opna fundinn og kynna mismunandi vottanir t.d. BREEAM, Leed og Svaninn.

Einnig munu aðilar frá bæði Reginn og Reitum fara yfir reynslu sína af slíkum vottunum, kosti, galla og ávinning fyrir fasteignaeigendur. Frá Reginn munum við heyra frá Baldri Má Helgasyni, framkvæmdastjóra viðskipta og Sunnu Hrönn Sigmarsdóttur, framkvæmdastjóra Knatthallar ehf. og Kvikmyndahallar ehf., og frá Reitum mætir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri.

Þá mun Gréta Þórsdóttir Björnsson, arkitekt hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar einnig flytja erindi.

Í kjölfarið mun gefast tími til umræðna um gildi þessara vottana fyrir fjárfesta - bæði frá sjónarhóli hlutabréfa- og skuldabréfafjárfesta.

Fundurinn verður haldinn á Zoom, vinsamlegast skráið ykkur með zoom hlekk hér að ofan.

28okt
Tímasetning
09:00 - 10:00
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 13:00 19/10/2020

Skráning endar:

kl. 08:00 28/10/2020