Stofnaðilar IcelandSIF eru fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og tryggingafélög sem fjárfesta fyrir eigin reikning eða í umboði þriðja aðila með starfsemi á Íslandi og styðja tilgang samtakanna. Stofnaðilar voru 23 talsins og voru þar ellefu lífeyrissjóðir, fjórir bankar, þrjú tryggingafélög, fjögur rekstrarfélög verðbréfasjóða og eitt eignastýringarfyrirtæki. Samtökin hafa notið mikillar velvildar og stuðnings frá stofnun en síðan þá hafa 13 aðilar bæst í hópinn og eru félagsmenn nú orðnir samtals 36.