Morgunfundur með Morningstar og Sustainalytics

4/06/2018

Fjölmenni var á morgunfundi IcelandSIF með fyrirtækjunum Morningstar og Sustainalytics miðvikudaginn 30. maí sl. á Hilton hóteli.

Hortense Bioy og Cecilia Cisana frá Morningstar og Sustainalytics fjölluðu í erindum sínum um skilgreininguna á sjálfbærum fjárfestingum, vöxtinn sem hefur orðið í greininni á undanförnum árum, rannsóknir Sustainalytics á ESG (Environmental, Social, Governance) þáttum og að lokum einkunnagjöf Morningstar.

Kristín Jóna Kristjánsdóttir sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum stýrði fundinum.

Nálgast má fróðleik um efni sem farið var yfir á fundinum á vef félagsins