Grænþvottur - Er allt vænt sem vel er grænt?

16/11/2022

IcelandSIF stendur fyrir áhugaverðum viðburði um grænþvott í Veröld húsi Vigdísar mánudaginn 21. nóvember milli kl. 8.30 og 09:30 við Brynjólfsgötu 1.

Kaffiveitingar verða í boði frá kl. 08:15.

Erindi og pallborðsumræður frá einvala hópi sérfræðinga sem munu fara yfir þýðingu grænþvotts frá sínum sjónarhornum.

Fundarstjóri viðburðarins er Anna Þórdís Rafnsdóttir, varaformaður stjórnar IcelandSIF. Eva Margrét Ævarsdóttir, fulltrúi í lögfræðihópi IcelandSIF, stýrir pallborði.

Fram koma:

  • Hugo Gallagher, aðstoðarframkvæmdastjóri EuroSIF og forstöðumaður stefnumótunar og ráðgjafar.
  • Eric Pedersen, yfirmaður sjálfbærra fjárfestinga hjá Nordea og varaformaður DanSIF.
  • Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
  • Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.
  • Gunnar S. Magnússon, yfirmaður sjálfbærni og loftslagsmála og meðeigandi hjá Deloitte.

Hugo Gallagher mun fjalla um grænþvott með hliðsjón af Evrópuregluverkinu og Eric Pedersen fjallar um grænþvottarhugtakið út frá sjónarhorni fjárfesta. Eftir erindi þeirra taka við pallborðsumræður með Unni Gunnarsdóttur, Aðalheiði Snæbjarnardóttur og Gunnari S. Magnússyni.

Hugtakið grænþvottur var fyrst notað af Jay Westerveld á níunda áratugnum og það felur í sér að fyrirtæki setja fram rangar eða villandi upplýsingar og gefa þannig ranga mynd eða veita villandi upplýsingar um sjálfbærni vöru/þjónustu.

Viðburðurinn verður einnig í streymi.

Skráning hér