Staðan í loftslagsmálum: Erindi frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á aðalfundi IcelandSIF

26/06/2024

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mætti á aðalfund IcelandSIF í maí og ávarpaði fundinn.

Guðlaugur fór yfir stöðu Íslands í loftlagsmálum og uppfærða aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Ísland vera í öfundsverðri stöðu vegna fyrirhyggju þeirra sem á undan okkur komu, stofnuðu hitaveitu og losuðu okkur við kol og gas. Guðlaugur sagði verkefnið sem við stöndum frammi fyrir, þ.e þriðju orkuskiptin, vera viðamikið og að aðgerðaáætlunin taki á.

Aðgerðaáætlunin hefur verið í vinnslu í þrjú ár og samanstendur af 150 aðgerðum. Guðlaugur sagði áætlunina hafa verið unna í samstarfi við atvinnulífið með það að marki að hafa áætlunina sem raunhæfasta. Henni er ætlað að ná 40-41% samdrætti í losun fyrir árið 2030. Flestar nauðsynlegra aðgerða munu krefjast kostnaðarsamra fjárfestinga og nýsköpunar.

Guðlaugur fór yfir stöðuna í orkumálum og þær aðgerðir sem unnið er að.

Að endingu ræddi hann fyrirhugaða umbreytingu raforkukerfisins. Með henni verða bæði heimili og fyrirtæki framleiðendur og kaupendur að orku. Guðlaugur tók fram að þó verið sé að einfalda regluverk og auka orkuvinnslu þá sé nauðsynlegt að standa vörð um náttúruna og þau gæði sem hún færir okkur.

Hér má finna glærur frá erindi ráðherra

Uppfærð aðgerðaáætlun Íslands í loftlagsmálum var kynnt 14.júní og má finna bæði aðgerðaáætlunina og upptöku af kynningunni hér að neðan:

Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum

Kynning á uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum