Ábyrgar fjárfestingar til farsællar framtíðar

IcelandSIF efnir til morgunfundar um málefni ábyrgra fjárfestinga þann 15. febrúar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 08:30 – 10:15. Skráning á fundinn er hér til hliðar.

IcelandSIF eru íslenskur umræðuvettvangur fyrir ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar.

Opnunarávarp – Hrefna Sigfinnsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF

Kynning á NorSIF – Pia Rudolfsson Goyer, stjórnarmaður hjá NorSIF

Kynning á PRI – Yulia Sofronova, Head of Nordics hjá Principles for Responsible Investment

Innleiðing Deutsche Bank á viðmiðum um ábyrgar fjárfestingar – Roelfien Kuijpers, Head of Responsible Investments and Strategic Relationships hjá Deutsche Asset Management

Pallborð – Frummælendur auk Kjartans Smára Höskuldssonar, framkvæmdastjóra Íslandssjóða og Óla Kristjánssonar, sérfræðings í eignastýringu Arion Banka


Sveinn Þórarinsson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum stýrir fundinum.

Um fyrirlesara

Hrefna Sigfinnsdóttir er Framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnarformaður IcelandSIF. Hrefna hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.

Pia Rudolfsson Goyer er mannréttindalögfræðingur og hefur síðan 2007 starfað sem ráðgjafi á skrifstofu siðferðismála fyrir norska olíusjóðinn. Skrifstofan sinnir ráðgjafarhlutverki og fylgist með því að fjárfestingar olíusjóðsins séu í samræmi við siðareglur sjóðsins.

Yulia Sofronova starfar hjá PRI sem Head of Nordics. Yulia ber ábyrgð á tengslaneti PRI á Norðurlöndum, Mið- og Austur-Evrópu. Yulia hefur starfað við greiningar á stjórnarháttum félaga og hvernig félög á Norðurlöndum, Bandaríkjum og Rússlandi innleiða samfélagsmál og umhverfismál í stefnur sínar.

Roelfien Kuijpers starfar hjá Deutsche Bank sem Head of Sustainable Investments Deutsche Asset Management, Head of Strategic Relationships og er Member of the Deutsche Asset Management Executive Committee. Roelfien hefur einnig sinnt hlutverki Global Head of Deutsche Asset & Wealth Management Relationship Management, Institutional.

15feb
Tímasetning
08:30 - 10:30
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Þátttökugjald
0
Skráning opnar:

kl. 10:00 26/01/2018

Skráning endar:

kl. 11:00 14/02/2018