Fjarfundur um sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins

25/01/2022

Á morgunfundi þann 26. janúar kl. 9:00, sem haldinn verður á Teams, mun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra ávarpa fund IcelandSIF og kynna sjálfbæran fjármögnunarramma ríkisins, ásamt Esther Finnbogadóttur, sérfræðing á skrifstofu stjórnunar og umbóta.
Sjálfbær fjármögnunarrammi íslenska ríkisins hlaut nýverið dökkgræna einkunn hjá CICERO, sem er alþjóðlega viðurkenndur og sjálfstæður vottunaraðili. Einnig mun Jasper Cox, greinandi á sviði fjárfestinga hjá PRI kynna aðferðafræði fjárfesta við mat á ríkisverðbréfum og áherslur á UFS þætti tengdum ríkisverðbréfum sem ýta undir breytingar í átt að sjálfbærri uppbyggingu.

Skráning á fundinn er á heimasíðu IcelandSIF.

Fundurinn verður haldinn á Teams, fundarhlekkur verður sendur á póstlista fyrir fundinn.