Í síðustu viku fór fram árleg ráðstefna NordicSIF, þar sem aðildarfélög frá DanSIF, FinSIF, IcelandSIF, NorSIF og SweSIF hittust til að miðla hugmyndum og fjalla um lausnir við þeim áskorunum sem við blasa.
Ráðstefnan í ár var haldin í Osló og skipulögð af NorSIF. Þema ráðstefnunnar var „Transition towards a net-zero economy“ eða „Leiðin að kolefnishlutlausu hagkerfi“.
Fjallað var um þær áskoranir og tækifæri sem við stöndum frammi fyrir við umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi. Ljóst er að það eru fjölmargar áskoranir sem fjárfestar, sjóðastýringarfyrirtæki og lánveitendur munu standa frammi fyrir í umskiptunum.
FinSIF birtu ítarlega samantekt af ráðstefnunni sem má nálgast hér: https://finsif.fi/nordicsif-conference-is-now-a-wrap/