Áhugaverðir fundir og ráðstefnur framundan

23/09/2020

IcelandSIF mun standa fyrir ýmsum fundum og ráðstefnum á þessu fjórða starfsvetri samtakanna og tekur dagskráin mið af þeim ábendingum sem komið hafa frá aðildarfélögum. Þegar hafa verið skipulagðir nokkrir viðburðir:

  • Morgunfundur um vottunarferli í tengslum við útgáfu grænna skuldabréfa í samstarfi við Betri Byggð
  • Fræðslufundur um tilskipun Evrópusambandsins (e. EU taxonomy)
  • Ráðstefna um tilnefninganefndir
  • Kynning á niðurstöðum lokaverkefna MSc nema í stjórnarháttum og viðskiptasiðfræði

Viðburðirnir verða auglýstir sérstaklega þegar dagsetningar liggja fyrir.