Stjórn

Stjórn IcelandSIF 2024-2025. Standandi frá vinstri: Vilhjálmur, Vigdís, Þráinn, Helena, Arnar, Halla og Kristín.
Arnar Sveinn Harðarson
Arnar Sveinn Harðarson
Stjórnarformaður

Arnar lærði lögfræði við Háskóla Íslands og er með LL.M. gráðu í alþjóðlegum og evrópskum viðskiptarétti frá KU Leuven í Belgíu. Hann hefur auk þess lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Arnar starfar sem lögfræðingur og sérfræðingur í sjálfbærniregluverki ESB hjá lögfræðiráðgjöf Arion banka en fyrir það starfaði hann hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Frá árinu 2022 hefur Arnar fengist við kennslu í bæði loftslagsrétti og umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands, auk þess sem hann hefur setið í stjórn bókaútgáfunnar Codex.

Halla Kristjánsdóttir
Halla Kristjánsdóttir
Varaformaður stjórnar

Halla er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc. í fjármálum frá Boston College Carroll School of Management auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Halla hefur 18 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og starfar í dag sem sviðsstjóri eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Frá árinu 2006 starfaði hún sem sjóðsstjóri erlendra verðbréfa hjá LSR auk þess að koma að fjölmörgum öðrum verkefnum hjá sjóðnum, m.a. innleiðingu á ábyrgum fjárfestingum sjóðsins. Áður hafði Halla m.a. starfað hjá Glitni og Háskólanum í Reykjavík.

Helena Guðjónsdóttir
Helena Guðjónsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Helena er með B.A. gráðu í mannfræði og fjölmiðlafræði frá Goldsmiths University of London og MBA gráðu frá IESE Business School í Barcelona með áherslu á sjálfbær fjármál og stefnumótun fyrirtækja. Hún starfar sem sérfræðingur í sjálfbærni hjá Kviku eignastýringu og Kviku banka, en áður starfaði Helena hjá bresku verslunarkeðjunni Hamleys, mestmegnis í Bretlandi og Tékklandi. Hún hefur um skeið unnið með The Sustainability Board, sem er óháð hugveita sem vinnur að því að efla leiðtoga á sviði sjálfbærni og stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækja ásamt því að vera í miðlunarhóp IcelandSIF seinustu tvö ár.

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Kristín er stjórnamálafræðingur frá Háskóla Íslands og hef lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Útskrifaðist með BA í stjórnmálafræði árið 2004 með Atvinnulífsfræði sem aukagrein. Er viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Íslandsbanka síðan árið 2022. Hefur starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár. Starfaði hjá Landsbankanum á árunum 2004-2022.

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í dag starfar Vigdís sem viðskiptastjóri í fagfjárfestaþjónustu Landsbankans og hefur yfir 24 ára reynslu á fjármálamarkaði. Hún hóf störf hjá Landsbankanum í upphafi árs 2011 en starfaði áður við eignastýringa- og einkabankaþjónustu Íslandsbanka og forvera hans. Síðustu fjögur árin gegndi hún stöðu deildarstjóra eignastýringaþjónustu einstaklinga. Vigdís hefur komið að innleiðingu ábyrgra fjárfestinga hjá Landsbankanum auk þess að hafa verið í fræðsluhópi á vegum IcelandSIF um allnokkurt skeið.

Vilhjálmur Þór Svansson
Vilhjálmur Þór Svansson
Stjórnarmeðlimur

Vilhjálmur er forstöðumaður lögfræðiþjónustu Creditinfo á Íslandi. Vilhjálmur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með réttindi héraðsdómslögmanns. Hann er með verðbréfaréttindapróf og hefur lokið CIPP/ E-vottun sem er staðfesting á sérfræðiþekkingu á persónuverndarreglugerð. Áður en Vilhjálmur hóf störf hjá Creditinfo starfaði hann sem lögfræðingur hjá Arion banka í 10 ár. Vilhjálmur hefur starfað með starfshópi Samtaka fjármálafyrirtækja vegna innleiðingar á frumvarpi til laga um upplýsingar um sjálfbærni hjá fjármálafyrirtækjum og átt sæti í faghópi Stjórnvísi um persónuvernd. Þá hefur Vilhjálmur verið í lögfræðihóp IcelandSIF sem ber ábyrgð á að stuðla að fræðslu um þá sjálfbærnilöggjöf sem væntanleg er á sviði sjálfbærni og ábyrgra fjárfestinga á Íslandi. Vilhjálmur var einnig tilnefndur í sérfræðihóp Festu fyrir Janúarráðstefnu Festu 2023 þar sem unnið var að vegvísi í tengslum við sjálfbærnilöggjöf Evrópusambandsins.

Þráinn Halldórsson
Þráinn Halldórsson
Stjórnarmeðlimur

Þráinn er með B.A. í hagfræði frá HÍ og M.Sc. í fjármálum og fjárfestingum með gagnagreiningu sem aukagrein frá Copenhagen Business School auk þess að hafa staðist próf í verðbréfaréttindum. Í dag starfar Þráinn sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Á árunum 2015-2023 gegndi Þráinn meðal annars stöðu gagnasérfræðings á sviði ábyrgra fjárfestinga hjá Nordea Asset Management og starfaði jafnframt í IFRS ISSB Investor Advisory Group sem m.a. spilar lykilhlutverk í þróun á SASB staðlinum. Fyrr á starfsferlinum starfaði Þráinn einnig hjá Fjármálaeftirlitinu og Landsbankanum.

Fyrri stjórnir IcelandSIF

Stjórn IcelandSIF 2023-2024. Standandi frá vinstri: Anna Þórdís, Eyrún, Arne Vagn, Reynir Smári, Kristín, Arnar Sveinn og Halla.
Stjórn IcelandSIF 2022-2023. Standandi frá vinstri: Eyrún Anna, Anna Þórdís, Kristbjörg, Arne Vagn, Reynir Smári, Hildur og Helga.
Stjórn IcelandSIF 2021-2022. Standandi frá vinstri: Hildur, Anna Þórdís, Kristbjörg og Reynir Smári. Sitjandi frá vinstri: Egill, Kristján Geir og Helga.
Stjórn IcelandSIF 2020-2021. Halldór, Egill, Margit, Kristbjörg, Kristján Geir, Helga og Hildur.
Stjórn IcelandSIF 2019-2020. Egill, Davíð, Kristján Geir, Margit, Halldór, Óli Freyr og Kristín Jóna
Stjórn IcelandSIF 2018-2019. Davíð, Óli Freyr, Hrefna Ösp, Kristín Jóna, Kristján Geir, Egill og Jóhann
Fyrsta stjórn IcelandSIF 2017-2018. (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.