Stjórn

Stjórn IcelandSIF 2022-2023. Standandi frá vinstri: Eyrún Anna, Anna Þórdís, Kristbjörg, Arne Vagn, Reynir Smári, Hildur og Helga.
Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Stjórnarformaður

Kristbjörg M. Kristinsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með masterspróf í alþjóðaviðskiptum og fjármálum frá Háskólanum í Melbourne, Ástralíu auk þess að vera með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Kristbjörg er fjármálastjóri Stefnis og hefur yfir 20 ára starfsreynslu af fjármálamörkuðum. Kristbjörg hefur í störfum sínum fyrir Stefni komið að stefnumótun, fjármálastjórn, áhættustýringu og innleiðingu á aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Hún vann við stýringu eignasafna fagfjárfesta hjá forvera Stefnis um 3 ára skeið áður en hún fór í mastersnám en að því loknu vann hún við kennslu og rannsóknir á sviði stjórnunar í Háskólanum í Melbourne. Kristbjörg hefur setið í stjórnum félaga tengdum Stefni og situr nú m.a. í stjórn erlends framtakssjóðs í rekstri Stefnis.

Anna Þórdís Rafnsdóttir
Anna Þórdís Rafnsdóttir
Varaformaður stjórnar

Anna Þórdís er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er jafnframt með LL.M. gráðu í viðskiptarétti frá Cardozo School of Law, Yeshiva University, í New York. Þá hefur Anna lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Meðfram námi í NY starfaði hún hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og eftir nám hjá samtökunum „the Samuel and Ronnie Heyman Center on Corporate Governance“. Þá starfaði Anna sem lögmaður á Mörkinni lögmannstofu á árunum 2011-2016. Í kjölfarið starfaði hún hjá IESE Business School í Barcelona í verkefnum á sviði stafrænnar umbreytingar fyrirtækja og síðan sem stjórnendaráðgjafi hjá Advania. Anna Þórdís hóf störf á lögfræðisviði Kviku banka í nóvember 2019 og tók við nýstofnaðri stöðu verkefnastjóra sjálfbærni í apríl 2021.

Eyrún Anna Einarsdóttir
Eyrún Anna Einarsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Eyrún Anna Einarsdóttir er með BSc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc. í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í dag starfar Eyrún sem framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans. Eyrún hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamarkaði. Á árunum 2006-2010 starfaði hún við að stýra eignum viðskiptavina Landsbankans, 2010-2012 sem forstöðumaður þeirrar einingar og 2012-2021 sem forstöðumaður viðskiptalausna og staðgengill framkvæmdastjóra Eignastýringar og miðlunar Landsbankans.

Arne Vagn Olsen
Arne Vagn Olsen
Stjórnarmeðlimur

Arne Vagn er með B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá Copenhagen Business School auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Arne Vagn er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur yfir 20 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Á árunum 2012-2018 gegndi Arne Vagn stöðu fjárfestingarstjóra Stapa lífeyrissjóðs og þar áður starfaði hann hjá Íslenskum verðbréfum auk þess að hafa unnið í sjávarútvegi í upphafi starfsferils.

Reynir Smári Atlason
Reynir Smári Atlason
Stjórnarmeðlimur

Reynir Smári er forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo ásamt því að gegna stöðu Aðjúnkts í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Reynir er með doktorspróf í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur birt fjölda ritrýnda greina og bókakafla á sviði umhverfisvísinda. Reynir starfaði sem lektor við verkfræðideild Háskólans í suður Danmörku (SDU) þar sem hann kenndi námskeið á sviði lífsferilsgreininga, iðnaðarvistfræði og sjálfbærrar vöruþróunar.

Helga Indriðadóttir
Helga Indriðadóttir
Stjórnarmeðlimur

Helga Indriðadóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.  Helga er sjóðstjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum.  Helga hefur yfir 25 ára starfsreynslu af fjármálamarkaði.  Á árunum 1996 – 2009 starfaði Helga í hjá Íslandsbanka, fyrst í eignastýringu og ráðgjöf til einstaklinga og síðar sem fjárfestingarstjóri fyrir fagfjárfesta.  Áður hafði Helga m.a. starfað hjá Landsbanka Íslands.  Frá árinu 2009 hefur Helga starfað sem sjóðstjóri í eignastýringu Almenna lífeyrissjóðsins.

Hildur Eiríksdóttir
Hildur Eiríksdóttir
Stjórnarmeðlimur

Hildur Eiríksdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í Verðbréfamiðlun. Hildur hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2000 samhliða námi og útskrifaðist með BSc árið 2002. Hildur hefur 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og starfaði hjá Einkabankaþjónustu Íslandsbanka til ársins 2006 bæði á Íslandi og kom að uppsetningu starfstöðvar útibús bankans í Luxembourg. Í Luxembourg starfaði Hildur meðal annars hjá Kaupþingi, Íslandsbanka og Nordea auk þess að koma að stofnun og rekstri Eignastýringarfyrirtækis með leyfi frá CSSF eða Fjármálaeftirlitinu í Lúxembourg. Hildur hefur starfað í Eignastýringu og Einkabankaþjónstu allan sinn starfsferil en þó frá ólíkum hliðum, sem fjárfestingastjóri, viðskiptastjóri og rekstraraðili auk þess að koma að stjórnarsetu.

Fyrri stjórnir IcelandSIF

Stjórn IcelandSIF 2021-2022. Standandi frá vinstri: Hildur, Anna Þórdís, Kristbjörg og Reynir Smári. Sitjandi frá vinstri: Egill, Kristján Geir og Helga.
Stjórn IcelandSIF 2020-2021. Halldór, Egill, Margit, Kristbjörg, Kristján Geir, Helga og Hildur.
Stjórn IcelandSIF 2019-2020. Egill, Davíð, Kristján Geir, Margit, Halldór, Óli Freyr og Kristín Jóna
Stjórn IcelandSIF 2018-2019. Davíð, Óli Freyr, Hrefna Ösp, Kristín Jóna, Kristján Geir, Egill og Jóhann
Fyrsta stjórn IcelandSIF 2017-2018. (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.