Stjórn

Stjórn IcelandSIF 2020-2021. Halldór, Egill, Margit, Kristbjörg, Kristján Geir, Helga og Hildur.

Stjórn IcelandSIF starfsárið 2020 - 2021:

Margit Robertet
Margit Robertet
Stjórnarformaður

Margit er forstöðumaður framtakssjóða hjá Kviku. Hún er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Rotterdam School of Management og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Margit hefur yfir 25 ára starfsreynslu í fjármálageiranum en hún starfaði í ein 13 ár erlendis fyrst á hlutabréfamörkuðum hjá Barclays í London og síðar í fyrirtækjaráðgjöf hjá Credit Suisse í París. Árið 2005 flutti Margit heim og tók við stöðu yfirmanns lánasviðs Straums Burðaráss fjárfestingarbanka en tók síðan þátt í að stofna Auði Capital og fagfjárfestasjóðinn Auði I slf. sem hefur beitt sér fyrir ábyrgum fjárfestingum allt frá upphafi. Margit hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og situr nú m.a. í stjórn Securitas og Íslandshótela.

Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Kristbjörg M. Kristinsdóttir
Varaformaður stjórnar

Kristbjörg M. Kristinsdóttir er 39 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með masterspróf í alþjóðaviðskiptum og fjármálum frá Háskólanum í Melbourne, Ástralíu auk þess að vera með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Kristbjörg er fjármálastjóri Stefnis og hefur 18 ára starfsreynslu af fjármálamörkuðum. Kristbjörg hefur í störfum sínum fyrir Stefni komið að stefnumótun, rekstri, áhættustýringu og innleiðingu á góðum stjórnarháttum. Hún vann við stýringu eignasafna fagfjárfesta hjá forvera Stefnis um 3 ára skeið áður en hún fór í mastersnám en að því loknu vann hún við kennslu og rannsóknir á sviði stjórnunar í Háskólanum í Melbourne. Kristbjörg hefur setið í stjórnum félaga tengdum Stefni og situr nú í stjórn erlends framtakssjóðs í rekstri Stefnis.

Kristján Geir Pétursson
Kristján Geir Pétursson
Stjórnarmeðlimur

Kristján Geir Pétursson er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur jafnframt lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Kristján starfaði lengi á fjölmiðlum, lengst af hjá Morgunblaðinu, 2001-2005. Samhliða laganámi starfaði hann hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Hann hóf störf á lífeyrissviði FME 2010, var starfsmaður nefndar sem skipuð var af ríkissáttasemjara til að skoða fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins, 2010-2012. Frá 2012-2014 starfaði hann á Mörkinni lögmannsstofu en hefur frá ársbyrjun 2014 starfað sem lögfræðingur í lífeyrissjóðakerfinu, fyrst hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum, en hjá Birtu lífeyrissjóði frá stofnun hans í desember 2016, þar sem hann er jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra. Kristján hefur setið í stjórn IcelandSIF frá stofnun.

Egill Tryggvason
Egill Tryggvason
Stjórnarmeðlimur

Egill Tryggvason er forstöðumaður fjárfestinga hjá Verði tryggingum. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum. Starfaði hjá Framtaksjóði Íslands 2011-2013, Fjármálaráðuneytinu 2009-2011, Virðingu hf. 2006-2008, Burðarási hf. 1999-2006 og Búnaðarbankanum verðbréf 1998. Egill hefur setið í fjölmörgum stjórnum og endurskoðunarnefndum fyrirtækja. Ennfremur situr hann í skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík og hefur verið stjórnarmaður hjá IcelandSIF frá aðalfundi 2018.

Halldór Kristinsson
Halldór Kristinsson
Stjórnarmeðlimur

Halldór er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, próf í alþjóðaviðskiptum frá North Park University í Chicago og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og farið í gegnum og hæfnismat hjá FME til þess að starfa sem framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs. Halldór er forstöðumaður hjá Landsbréfum og hefur starfað þar síðan 2017. Halldór hefur 18 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum. Hóf störf við eignastýringu Lífeyrissjóðsins Framsýn árið 2001 og Gildi lífeyrissjóð árið 2005. Starfaði sem sjóðstjóri erlendra framtakssjóða Landsvaka frá 2007-2009. Á árunum 2009-2017 var Halldór meðal annars Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, sjóðstjóri og framkvæmdastjóri lífeyrissjóða í rekstri hjá Landsbankanum, auk þessa að leiða stýringarhluta eignastýringar Landsbankans. Halldór hefur setið í stjórnum og fjárfestingaráðum ýmissa framtakssjóða.

Helga Indriðadóttir
Helga Indriðadóttir
Stjórnarmeðlimur

Helga Indriðadóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.  Helga er sjóðstjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum.  Helga hefur yfir 25 ára starfsreynslu af fjármálamarkaði.  Á árunum 1996 – 2009 starfaði Helga í hjá Íslandsbanka, fyrst í eignastýringu og ráðgjöf til einstaklinga og síðar sem fjárfestingarstjóri fyrir fagfjárfesta.  Áður hafði Helga m.a. starfað hjá Landsbanka Íslands.  Frá árinu 2009 hefur Helga starfað sem sjóðstjóri í eignastýringu Almenna lífeyrissjóðsins.

Hildur Eiríksdóttir
Hildur Eiríksdóttir
Stjórnarmeðlimur

Hildur Eiríksdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í Verðbréfamiðlun. Hildur hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2000 samhliða námi og útskrifaðist með BSc árið 2002. Hildur hefur 20 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og starfaði hjá Einkabankaþjónustu Íslandsbanka til ársins 2006 bæði á Íslandi og kom að uppsetningu starfstöðvar útibús bankans í Luxembourg. Í Luxembourg starfaði Hildur meðal annars hjá Kaupþingi, Íslandsbanka og Nordea auk þess að koma að stofnun og rekstri Eignastýringarfyrirtækis með leyfi frá CSSF eða Fjármálaeftirlitinu í Lúxembourg. Hildur hefur starfað í Eignastýringu og Einkabankaþjónstu allan sinn starfsferil en þó frá ólíkum hliðum, sem fjárfestingastjóri, viðskiptastjóri og rekstraraðili auk þess að koma að stjórnarsetu.

Fyrri stjórnir IcelandSIF

Stjórn IcelandSIF 2019-2020. Egill, Davíð, Kristján Geir, Margit, Halldór, Óli Freyr og Kristín Jóna
Stjórn IcelandSIF 2018-2019. Davíð, Óli Freyr, Hrefna Ösp, Kristín Jóna, Kristján Geir, Egill og Jóhann
Fyrsta stjórn IcelandSIF 2017-2018. (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.