Stjórn

Stjórn IcelandSIF 2023-2024. Standandi frá vinstri: Anna Þórdís, Eyrún, Arne Vagn, Reynir Smári, Kristín, Arnar Sveinn og Halla.
Anna Þórdís Rafnsdóttir
Anna Þórdís Rafnsdóttir
Stjórnarformaður

Anna Þórdís er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er jafnframt með LL.M. gráðu í viðskiptarétti frá Cardozo School of Law, Yeshiva University, í New York. Þá hefur Anna lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Meðfram námi í NY starfaði hún hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og eftir nám hjá samtökunum „the Samuel and Ronnie Heyman Center on Corporate Governance“. Þá starfaði Anna sem lögmaður á Mörkinni lögmannstofu á árunum 2011-2016. Í kjölfarið starfaði hún hjá IESE Business School í Barcelona í verkefnum á sviði stafrænnar umbreytingar fyrirtækja og síðan sem stjórnendaráðgjafi hjá Advania. Anna Þórdís hóf störf á lögfræðisviði Kviku banka í nóvember 2019 og starfar nú sem forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku.

Eyrún Anna Einarsdóttir
Eyrún Anna Einarsdóttir
Varaformaður stjórnar

Eyrún Anna Einarsdóttir er með BSc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MSc. í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Í dag starfar Eyrún sem framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans. Eyrún hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamarkaði. Á árunum 2006-2010 starfaði hún við að stýra eignum viðskiptavina Landsbankans, 2010-2012 sem forstöðumaður þeirrar einingar og 2012-2021 sem forstöðumaður viðskiptalausna og staðgengill framkvæmdastjóra Eignastýringar og miðlunar Landsbankans.

Arne Vagn Olsen
Arne Vagn Olsen
Stjórnarmeðlimur

Arne Vagn er með B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá frá Háskólanum á Akureyri og MBA frá Copenhagen Business School auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Arne Vagn er forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og hefur yfir 20 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Á árunum 2012-2018 gegndi Arne Vagn stöðu fjárfestingarstjóra Stapa lífeyrissjóðs og þar áður starfaði hann hjá Íslenskum verðbréfum auk þess að hafa unnið í sjávarútvegi í upphafi starfsferils.

Reynir Smári Atlason
Reynir Smári Atlason
Stjórnarmeðlimur

Reynir Smári er forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo ásamt því að gegna stöðu Aðjúnkts í Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Reynir er með doktorspróf í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur birt fjölda ritrýnda greina og bókakafla á sviði umhverfisvísinda. Reynir starfaði sem lektor við verkfræðideild Háskólans í suður Danmörku (SDU) þar sem hann kenndi námskeið á sviði lífsferilsgreininga, iðnaðarvistfræði og sjálfbærrar vöruþróunar.

Halla Kristjánsdóttir
Halla Kristjánsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Halla er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc. í fjármálum frá Boston College Carroll School of Management auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Halla hefur 18 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og starfar í dag sem sviðsstjóri eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Frá árinu 2006 starfaði hún sem sjóðsstjóri erlendra verðbréfa hjá LSR auk þess að koma að fjölmörgum öðrum verkefnum hjá sjóðnum, m.a. innleiðingu á ábyrgum fjárfestingum sjóðsins. Áður hafði Halla m.a. starfað hjá Glitni og Háskólanum í Reykjavík.

Kristín Halldórsdóttir
Kristín Halldórsdóttir
Stjórnarmeðlimur

Kristín er stjórnamálafræðingur frá Háskóla Íslands og hef lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Útskrifaðist með BA í stjórnmálafræði árið 2004 með Atvinnulífsfræði sem aukagrein. Er viðskiptastjóri í Einkabankaþjónustu Íslandsbanka síðan árið 2022. Hefur starfað á fjármálamarkaði í tæp 20 ár. Starfaði hjá Landsbankanum á árunum 2004-2022. Byrjaði í afleysingum á verðbréfasviði, starfaði við verðbréfa og lífeyrisráðgjöf til einstaklinga áður en hún fór í Einkabankaþjónustu Landsbankans árið 2016.  

Arnar Sveinn Harðarson
Arnar Sveinn Harðarson
Stjórnarmeðlimur

Arnar Sveinn starfar sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Hann lærði lögfræði við Háskóla Íslands og er með LL.M. gráðu í alþjóðlegum og evrópskum viðskiptarétti frá KU Leuven í Belgíu, auk þess sem hann hefur lokið prófi til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Arnar skrifaði meistararitgerð um regluverk ESB á sviði sjálfbærra fjármála og hefur sérhæft sig í sjálfbærum fjármálum allar götur síðan, meðal annars í gegnum sjálfbærniteymi LOGOS. Haustið 2022 starfaði Arnar sem stundakennari í meistaranámsáfanga í umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands og hann situr nú í stjórn bókaútgáfunnar Codex.

Fyrri stjórnir IcelandSIF

Stjórn IcelandSIF 2022-2023. Standandi frá vinstri: Eyrún Anna, Anna Þórdís, Kristbjörg, Arne Vagn, Reynir Smári, Hildur og Helga.
Stjórn IcelandSIF 2021-2022. Standandi frá vinstri: Hildur, Anna Þórdís, Kristbjörg og Reynir Smári. Sitjandi frá vinstri: Egill, Kristján Geir og Helga.
Stjórn IcelandSIF 2020-2021. Halldór, Egill, Margit, Kristbjörg, Kristján Geir, Helga og Hildur.
Stjórn IcelandSIF 2019-2020. Egill, Davíð, Kristján Geir, Margit, Halldór, Óli Freyr og Kristín Jóna
Stjórn IcelandSIF 2018-2019. Davíð, Óli Freyr, Hrefna Ösp, Kristín Jóna, Kristján Geir, Egill og Jóhann
Fyrsta stjórn IcelandSIF 2017-2018. (f.v.) Hrefna Ösp, Jóhann, Davíð, Kristján Geir, Arnór og Kristín Jóna.