Ráðstefna á vegum IcelandSIF um virkt eignarhald á Íslandi 4. mars

Þann 4. mars mun IcelandSIF standa fyrir ráðstefnu á Grand Hótel um virkt eignarhald á Íslandi. Kristín Jóna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF, mun setja ráðstefnuna tímanlega klukkan 8:30 og mun svo Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ, stýra fundinum. Að neðan er dagskrá fundarins:

Fræðin og framkvæmdin

  • Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: Efnahagsleg tilvist fyrirtækisins, umboð og ytri kostnaður

- Stofnanahagfræðileg sýn á tilvist fyrirtækja sér fyrirtæki sem framleiðslufall þar sem hámörkun hagnaðar er leiðarljós í hlutverki þess að leysa viðskiptakostnað. Sú sýn á fyrirtækið byggir á skýrri skilgreingu á umboði eigenda og stjórnenda sem og viðskiptakostnaði þess. Tvær aðferðir eru ríkjandi þegar kemur að því að fá fyrirtæki til að innbyrða ytri viðskiptakostnað: lög og reglugerðir annars vegar og ákvarðanir hluthafa af eigin frumkvæði hins vegar. Báðum aðferðum fylgja vandamál varðandi skilvirkni og umboð. Án skilvirkni og skýrs umboðs geta t.d. tilraunir til að hengja samfélagslegar- og umhverfislegar kröfur á fyrirtæki, leitt til lítils annars er aukins og óþarfa viðskiptakostnaðar.

  • Helga Hlín Hákonarsdóttir, lögmaður og meðeigandi Strategía: Hlutverk virkra eigenda og eigendastefnur

- Mörkin á hlutverki, umboð og ábyrgð eigenda og stjórna eru mikilvægur þáttur góðra stjórnarhátta - rétt eins og samskipti milli eigenda og stjórna, fjárhagsleg og ófjárhagsleg upplýsingagjöf til eigenda - og ekki síst aðkoma þeirra að stefnumarkandi ákvörðunum eins og starfskjarastefnum. Samþykktir, ársreikningar og dagskrár og gögn til aðalfunda skipta þar grundvallar máli – en einnig gefa eigendastefnur mikilvæga innsýn í stjórnarhætti stofnanafjárfesta eins og opinberra aðila, lífeyrissjóða, tryggingarfélaga og verðbréfasjóða.

Pallborð I

  • Ársæll Valfells, Helga Hlín Hákonardóttir, Heiðar Guðjónsson og Vigdís Hrafnkelsdóttir.

Hlé

Ábyrgð fjárfesta og umboðsskylda:

  • Davíð Rúdólfsson: Hluthafastefnur og virkt eignarhald

- Í erindinu mun Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi-lífeyrissjóði, fjalla um hluthafastefnu Gildis, áherslur sjóðsins og nálgun á innlendum hlutabréfamarkaði. Gildi hefur á undanförnum árum lagt áherslu á að fylgja eftir helstu fjárfestingum sínum í skráðum félögum, m.a. með virku samtali við stjórnir, uppbyggilegri endurgjöf og með virkri þátttöku og tillögugerð á hluthafa- og aðalfundum.

  • Kristbjörg Kristinsdóttir: Virkt eignarhald og meðferð umboðsatkvæða hjá Stefni.

- Í erindi Kristbjargar M. Kristinsdóttur rekstrarstjóra Stefnis heyrum við hvaða árangri Stefnir hefur náð sem virkur eigandi hlutafjár og hvaða lærdóm Stefnir hefur dregið af samskiptum sínum við stjórnendur skráðra félaga.

Pallborð II

  • Davíð Rúdólfsson, Kristbjörg Kristinsdóttir, Soffía Gunnarsdóttir og Mogens G. Mogenssen.

04mar
Tímasetning
08:30 - 11:30
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 15:00 21/02/2020

Skráning endar:

kl. 08:30 4/03/2020