Morgunfundur (fjarfundur) IcelandSIF í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um kynningu á MSc ritgerðum

Miðvikudagurinn 11. nóvember n.k.
Tími: kl 9:00 – 10:30

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

IcelandSIF í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, stendur fyrir morgunfundi um niðurstöður þriggja MSc ritgerða á sviði ábyrgra fjárfestinga frá HÍ, HR og CBS í Kaupmannahöfn.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, heldur inngangserindi um tilnefningarnefndir, græn skuldabréf og áhrifafjárfestingar og stýrir fundinum og umræðum.

Hildur Magnúsdóttir, MSc frá Háskóla Íslands 2020. Titill erindis hennar er Tilnefningarnefndir á Íslandi. Skiptar skoðanir eru á ágæti slíkra nefnda og þáttum er snúa að stofnun og skipulagi þeirra. Fer Hildur yfir niðurstöður rannsóknar um hlutverk og störf nefndanna með sérstaka áherslu á sýn hluthafa, stjórnarmanna og nefndarmanna tilnefningarnefnda sjálfra.

Hólmfríður Kristín Árnadóttir, MSc frá Háskólanum í Reykjavík 2020. Erindi Hólmfríðar nefnist Þarf fjármálaheimurinn ný gildi til að mæta framtíðinni? þar sem fjallað er um hvers vegna Norðurlöndin hafa gert betur en margir í útgáfu grænna skuldabréfa. Viðhorf til grænna fjárfestingakosta á íslenska markaðnum eru sérstaklega greind og rýnt hvernig næstu ár geta litið út fyrir íslenska fjárfesta.

Sös Elisabeth Hansen, MSc frá Copenhagen Business School 2020, nefnir sitt erindi Do impact investing opportunities exist in public equity? Sös mun fjalla um hvort fjárfestar í leit að samfélagslegum jákvæðum áhrifum fjárfestinga sinna geti litið almenningshlutafélög sterkum augum sem fjárfestingarkost. Erindi Sös verður á ensku.

Í kjölfar erindanna mun gefast tími til umræðna.

Kær kveðja,
Stjórn IcelandSIF og Viðskiptaráð Íslands

11nóv
Tímasetning
09:00 - 10:30
Staðsetning

Fundarboð með hlekk á viðburðinn verður sendur í tölvupósti á skráða aðila, daginn fyrir fundinn.

Skráning opnar:

kl. 13:00 30/10/2020

Skráning endar:

kl. 09:00 11/11/2020